Ónefnt blogg!
Ég fór í bíó í gær! Myndin, sem ég og vinkonur mínar sátum yfir í einn og hálfan klukkutíma og pældum í því hvað væri fyndið við að sjá fólk öskra á hvort annað og rífast, hét "Breaking-up". Þetta fjallar í stuttu máli um par þar sem konan, Jennifer Aniston, þrífur, eldar og planar allt sem þau gera og karlinn, Vince Vaughn, gerir eiginlega bara það sem hann vill gera. Það eina sem ég gat hugsað út alla myndina var hversu mikill fáviti og beikonlöpp þessi gaur var!!! Mér hefði liðið miklu betur ef hún, konan, hefði bara einfaldlega stungið hausnum á honum í handknúna hakkavél og snúið. Hægt!!! Vá, ef úrvalið á stórfiskamarkaðnum stendur á milli karlrembusvína og samkynhneigðra karlmanna þá held ég að það sé best fyrir mig að stefna bara beint á piparjónkuárin!!! Annars er mikil hætta á því að ég, litla saklausa grænkan, gerist morðingi!!! "Tímabundin sturlun" verður vörnin mín!
7 Comments:
hahahaha!!! Góð vörn. Annars hét myndin The break up, skiptir kannski ekki öllu!!!
ööö ég er hrædd við þig jóhanna!!!
ööö ég er hrædd við þig jóhanna!!!
ööö ég er hrædd við þig jóhanna!!!
Já ég sé það!!!
Já ég sé það!!!
haha úbbs
Post a Comment
<< Home