Saturday, July 29, 2006

Dead man's chest(bringa/kista dauða mannsins)

Ég fór í bíó á fimmtudaginn klukkan 20:30 með Helgu+Daða og Þórfannari+Maríu(Þórfannar og María eru vinir Helgu og Daða). Við sáum Pirates of the Carabean (Carobbean) í Háskólabíói. Ég og Helga skunduðum á undan hinum inn í sal að ná sætum, völdum okkur sæti við hliðina á inngagninum þar sem sex sæti voru í röð og höfðu strákarnir stórt pláss fyrir fæturna sína, enda stórir og langir drengir hér á ferð. Sætaskipanin var á þessa leið:
Þórfannar María Daði Helga Ég (autt pláss). Áður en myndin byrjaði og þegar fólk hrannaðist í salinn uppgötvaði Daði að hann sá ekki fyrir gaurnum sem sat í efstu röð áður en kemur að innganginum, svo hann færði sig í sjötta sætið við hliðina á mér og skildi eftir autt pláss á milli Helgu og Maríu. Svona var sætaskipanin í fyrri helmingi mydndarinnar. Þarna sat ég á milli Helgu og Daða og hindraði allt sem ósæmilegt teldist. Í hléinu saknaði Daði Helgu svo ég og Helga skiptum um sæti og er nú sætaskipanin á þesa leið:
Þórfannar María (autt pláss) Ég Helga Daði. Á meðan seinni helmingi stóð höfðu allir einhvern til að halda utanum, Þórfannar og María; Helga og Daði; Ég og ósýnilegi vinurinn minn.
Og já, meðan ég man, myndin var alveg hreint ágætis skemmtun nema kannski Orlando Blómstur, hann fannst mér dálítið slepjulegur og tilgangslaus.

Haha, ég var að kíkja út vegna þess að ég heyrði í flugeldum. Ég sá flotta flugelda og ég sá líka gaurinn í húsinu á móti mér kíkja út um gluggann... Hann sá ekki neina flugelda vegna þess að þeir sprungu fyrir aftan húsið hans. Múahahaha...

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hehe gaman gaman!

1:52 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

haha já Orlando Bloom er algjör grenjuskjóða!

3:00 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

SNILLDAR mynd!!!!!

11:37 PM  

Post a Comment

<< Home