Smásögur
Köngull einn hékk í trjágrein og velti fyrir sér tilgang lífsins.
Svo kom haustið og hann datt af.
Hann var etinn af einhverskonar dýri og hætti að velta fyrir sér nokkrum sköpuðum hlut.
Pottaplanta sat uppi í gluggakistu og horfði á sólarupprás. Hún horfði á auða götuna og fannst næstum eins og allt væri fullkomlega hljótt og stillt. Allt var svo hreyfingalaust og dautt. Hún velti fyrir sér hvort allir morgnar yrðu svona upp frá þessu og þangað til að hún hætti að blómstra. Hún var blómið og blómið var hún. Laufin og stöngullinn sáu ekki um neitt annað en að umbreyta sólarljósi í orku sem hún gat notað. Hve mörg blóm ætli hafi verið á undan henni? Gæti verið að hún væri fyrsta blómið sem nokkru sinni hefði blómstrað á þessari pottaplöntu. Hve mörgum blómum ætli platan eigi eftir að blómstra eftir líftíma hennar? Gat nokkur svarað þessari spurningu nema stöngullinn? Stöngullinn hafði ekki neitt líf og gat ekki sagt henni neitt, nema að hann var ekkert voðalega hár né sver, allavega ekki jafn mikill og á trénu þarna hinum megin við götuna. Blómið lifði nokkra fleiri morgna, hugsandi um sömu spurningarnar aftur og aftur þar til það framdi sjálfsmorð. Næsta vor kom annað blóm á pottaplöntuna.
Svo kom haustið og hann datt af.
Hann var etinn af einhverskonar dýri og hætti að velta fyrir sér nokkrum sköpuðum hlut.
Pottaplanta sat uppi í gluggakistu og horfði á sólarupprás. Hún horfði á auða götuna og fannst næstum eins og allt væri fullkomlega hljótt og stillt. Allt var svo hreyfingalaust og dautt. Hún velti fyrir sér hvort allir morgnar yrðu svona upp frá þessu og þangað til að hún hætti að blómstra. Hún var blómið og blómið var hún. Laufin og stöngullinn sáu ekki um neitt annað en að umbreyta sólarljósi í orku sem hún gat notað. Hve mörg blóm ætli hafi verið á undan henni? Gæti verið að hún væri fyrsta blómið sem nokkru sinni hefði blómstrað á þessari pottaplöntu. Hve mörgum blómum ætli platan eigi eftir að blómstra eftir líftíma hennar? Gat nokkur svarað þessari spurningu nema stöngullinn? Stöngullinn hafði ekki neitt líf og gat ekki sagt henni neitt, nema að hann var ekkert voðalega hár né sver, allavega ekki jafn mikill og á trénu þarna hinum megin við götuna. Blómið lifði nokkra fleiri morgna, hugsandi um sömu spurningarnar aftur og aftur þar til það framdi sjálfsmorð. Næsta vor kom annað blóm á pottaplöntuna.
3 Comments:
vá hvað ég varð döpur við lesturinn
:'( sniff grey litla blómið og köngullinn...
(ég veit ekki af hverju en þegar ég las fyrri söguna fannst mér hún fyrst vera um litla könguló en ekki köngul...)
hehe mér finnst fyrri sagan skemmtilega kaldhæðin [thumbs up]
hehe...takk. :)
Post a Comment
<< Home