Saturday, July 29, 2006

Woohoo... Njúv djobb....

Fyrsti vinnudagurinn í Kaffitári er yfirstaðinn og tel ég mig hafa staðið mig með ágætum(það var rosalega lítið að gera sögðu þau sem voru að vinna með mér). Ég var að mestu leiti í að hlaða uppþvottavélina(hún var ekki nema u.þ.b. mínútu að þvo upp, þvílík snilld). Svo var ég að þurrka af borðunum og sækja kaffibolla. Ég fékk einnig að rista beyglur og framreiða þær. Ég sem sagt þeystist um fram og til baka, upp og niður í sex klukkustundir. Auk þess skein sólin inn um glerveggina og lét mig svitna soldið í leiðinni. Satt best að segja var þetta kærkomin tilbreyting frá endalusri setu við kassa í Hagkaup, enda er ég alveg gjörsamlega búin í fótunum og fékk ég illt í fæturna við það eitt að lagga út í strætóskýli.. Kannski Hjörtur(Bambi) leyfi mér að afgreiða eitthvað á morgun... Ég fæ líklegast þó aldrei að búa til kaffi vegna þess að ég verð hvort eð er að vinna svo lítið í sumar og með skólanum. Mig langar það samt einhverntíma og hver veit? Kannksi fæ ég einhvern tíma að búa til kaffi....

2 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Flott ;) komin með takmark!

2:53 PM  
Anonymous Anonymous segir:

åkkurat

4:41 PM  

Post a Comment

<< Home