Tuesday, August 22, 2006

Fyrsta bloggið eftir Törkí

Ég er dottin úr æfingu við bloggskrif og þ.a.l. verður þetta eitthvað stirt hjá mér í dag.
Tyrkland var æði og skemmtum við okkur vel, stúlkukindurnar.
Jóhanna= Fraulein the fluffy frog
Eva= Roger the risky racoon
Harpa= sorrý, ég man ekki
Kristín= Ívan the evil íkorni

Jája, við brölluðum margt og mikið þarna úti í landi Tyrkjanna enda miklir ólátabelgir og rugludallar við stúlkurnar. Við skrifuðum niður allt í litla bók sem okkur þótti fyndið og ég verð bara að setja þetta niður á síðuna er ég fæ bókina lánaða hjá henni Kristínu.

Við hræddum nokkra þjóna í burtu.... Ég toppaði þá iðju með því að svara frekar undarlega er þjónninn var að spjalla að eins við okkur og talið barst að gæludýrum og hann spurði mig hvort ég ætti nokkuð gæludýr og ég svaraði: "No, I only have my dad"... Þjónninn var ekki lengi að hraða sér í burtu fá þessu borði sem við sat quartett að skrítnum unglingsstúlkum. Frekar óviðeigandi einkabrandari... Útskýringin er sú að pabbi minn er eiginlega eins og stór björn og lít ég því á hann sem svona stórt Pet, vegna þess að ég á ekki nein gæludýr!!!

4 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hahahaha, þjónninn hló svona gervihlátri og svo næstum því hljóp hann í burtu hahahaha!!!!

12:46 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hvað skýrðum við þig aftur??? Af hverju get ég ekki munað það?

2:35 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

hahaha góðir tímar :')

var harpa ekki
B eitthvað (Bob?) the bony bumblebee??

3:18 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ég var bumblebee!!

4:00 PM  

Post a Comment

<< Home