Strætóvandamál
Ég þurrkaði stýrurnar úr augunum klukkan hálf átta í morgun og fór á fætur. Átti að fara að vinna í Kaffitári kl 9:00.... Mætti á hárréttum tíma í Þjóðmenjasafnið og allt harðlæst!!! "Fjandinn!! Ég hlýt að hafa átt að mæta eitthvert annað", hugsaði ég. Komst svo ð því að ég átti víst að mæta í kringluna. "Ohhh". Á meðan ég lallaði á Lækjatorg að taka næsta strætó skullu fáeinir rigningadropar á mér,bara svona til að stríða mér! Svo þegar ég var að ganga hina velkunnu leið framhjá Tjörninni(þökk sé leikfimi í MR) gekk einhver gaur á móti mér, horfði undarlega á mig, brosti breitt og ullaði!!! Hvað er með fólk í dag??? Átti þetta virkilega að "heilla" mig upp úr skónum?
Allavega mætti ég hálftíma of seint í vinnuna og það var klikkað að gera!!! Ég fékk mér bara einn kaffibolla :(
Svo ætlaði mins að taka strætó heim úr kringlunni þá uppgötvaði ég að búið var að rífa strætóskýlið sem var hinum megin við undirgöngin!!! Ég tók mér smá labbitúr og gekk í næsta strætóskýli, þúsund metra í burtu!!!
Allavega mætti ég hálftíma of seint í vinnuna og það var klikkað að gera!!! Ég fékk mér bara einn kaffibolla :(
Svo ætlaði mins að taka strætó heim úr kringlunni þá uppgötvaði ég að búið var að rífa strætóskýlið sem var hinum megin við undirgöngin!!! Ég tók mér smá labbitúr og gekk í næsta strætóskýli, þúsund metra í burtu!!!
3 Comments:
já, fullt af skrítnu fólki :(
Hvar tókstu eiginlega strætó?
People are strange!!!!
Á lækjartorgi!
awwww :/
Post a Comment
<< Home