Friday, March 28, 2008

Listaháskólinn awaits

Eins og þið kannski vitið þá hef ég verið að vinna að umsóknarmöppunni minni fyrir LHÍ. Ég var að skila henni í dag, um klst. fyrir lokaskil, og verð að segja að mappan mín er bara nokkuð flott. Ég átti meira að segja í smá erfiðleikum með að skila henni, eftir alla vinnuna sem hefur farið í hana síðustu daga. Þeir eiga örugglega eftir að fara illa með hana:( nenei. Hún er úr gráum þykkum pappa sem allur er út í svörtum málningar-línu-slettu-krullum með háglans. Að innan er mappan bólstruð með þykku vatti og dökkfjólubláu efni. Hún er mjög svo kósý. Svo eru vasar fyrir einfalda A4 bók með myndum af völdum verkum og fuglasögu.
Ég er búin að skila:D Það er ekkert meira sem ég get gert til þess að troða mér inn í artýsamfélagið þarna þetta ár... Og það er mjög undarleg tilhugsun, bæði góð, því þá þarf ég ekki að hugsa um þetta lengur, en einnig mjög óþægileg tilhugsun vegna þess að mér finnst ég alls ekki hafa gert nóg... Eða hvað? Veit ekki...

Tuesday, March 11, 2008

Fuglasaga



Þetta er lokaverkefnið mitt í hreyfimyndagerð... Ég veit að það er ekkert meistaraverk og að á myndinni eru margir gallar, en það eru partar þarna sem mér líkar:D

Fleiri uppáhaldstilvitnanir

Weeble(stóri) er að tala um að andstæða hita sé vatn, og Bob(litli) spyr: "hvað með heitt vatn?" Þá svarar Weeble: "Hot water is the worlds greatest lie".
Ólafía:"Ég segi þér það ekki nema þú ástarbrallir með mér".
Ólafía:"Ég ætla að heita Ólíver, þú mátt heita Brjánn". Ólíver:"Mamma ég vil ekki heita Brjánn".(Heldur ekki ég...)
Þorlákur bekkjó að kommenta um tvíburaumræðu í Listasögu:" Já þetta minnir mig á eina mynd, sem er geðveikt góð, Lindsey Lohan leikur í henni"... Klassískt dæmi um kaldhæðni að mínu mati:D

Monday, March 10, 2008

Ávallt skal hlægja að slösuðum

Ég var á mínu vanalega daglega labbi niður Meistaravellina þegar ég mæti keyrandi bíl... Jahá bíll varð það...
Ég leit snöggvast inn um rúðuna á bílnum um leið og hann fór fram hjá mér og virti fyrir mér farþega bílsins. Þarna var jú ca. fertugur maður við stýri, ung stúlka í aftursætinu og viti menn, ungur strákur í farþegasætinu frammí með ca. hálfa klósettrúllu uppi í nefinu á sér-það var ekkert verið að krumpa saman pappírinn og troða honum snyrtilega upp í nefið svo að sem minnst sæist, heldur stóð svona tuttugu sentímetra pappírsblaðka út um nefið á krakkanum-Snilld... Ég meðtók ekki hvað ég hafði séð fyrr en bíllinn var farinn framhjá og því stóð ég eins og lúða, ein eftir á gangstéttinni, skellihlægjandi eftir sjónina, og fólkið í bílunum sem framhjá mér óku horfðu á mig jafn undarlega og ég horfði á aumingja litla slasaða strákinn.
Aldrei, aldrei sleppa því að forvitnast um fólk í bílum, hvort sem þið stoppið við hliðina á einum á ljósum eða einhver keyrir framhjá ykkur, það er aldrei að vita hvaða snilldarsjón fær ykkur til þess að hlægja næst...

Saturday, March 08, 2008

Fullkomin bæklun

Í Listasögu á föstudaginn vorum við að ræða fullkomna fegurð í forngrískum listaverkum og að slíkir útreikningar voru notaðir á tímum endurreisnamanna. Svo sýndi kennarinn okkur mynd af hinni frægu Venus frá Míló(eftirprentun frá Róm, hrumpf) og svo mynd af tveim myndlistakonum samtímans(önnur þeirra heitir eitthvað Lappar) sem hafa borið sjálfar sig við þessa styttu, eða líkar styttur. Ástæðan fyrir samanburði þeirra er sú að hendur vanta á þær báðar, og fætur á aðra þeirra. Þær fæddust báðar svona fatlaðar og þess vegna svolítið kaldhæðnislegt að þær skyldu líkjast svo hinum fullkomnu og fallegu styttum forngrikkja:D Svo sagði kennarinn okkur frá því hvers vegna þær hefðu fæðst svona bæklaðar. Fyrir kannski 30 árum, giska ég, var fundið upp nýtt meðal gegn morgunógleði ófrískra kvenna, og selt í BNA og Bretlandi, en meðalið hafði svo slæmar aukaverkanir að fullt af fólki fæddist án handa og fóta. Meðalið minnkaði víst blóðflæði og afleiðingarnar urðu á þessa leið. Þegar við heyrðum þetta, bekkurinn, urðum við flest alveg steinhissa, vegna þess að við höfðum aldrei heyrt á þessa getið. Það sem er furðulegt er að í lok dagsins í kennslu hjá allt öðrum kennurum var einmitt minnst á þetta fyrirbæri aftur... Hversu mikil tilviljun er það??? Jahá, reiknið það bara nördarnir ykkar:D

Sunday, March 02, 2008

Hugar(r)ó

Flaumur orða endalaus, í belg og biðu
brýst út og hljómar í e-moll í takt við geðveikislega líkamskippi.
Rautt tuskulegt hár slettist til í blautum vindinum og lekandi augnmálningin skilur eftir sig svört för á kinnunum.
Þegar boðið er góðan daginn hreytir hún frá sér ókvæðisorðum og sparkar í vegfarendur
en enginn tekur eftir því vegna þess að hún er meistari í dulbúningi, alveg eins og allir aðrir.