Friday, March 28, 2008

Listaháskólinn awaits

Eins og þið kannski vitið þá hef ég verið að vinna að umsóknarmöppunni minni fyrir LHÍ. Ég var að skila henni í dag, um klst. fyrir lokaskil, og verð að segja að mappan mín er bara nokkuð flott. Ég átti meira að segja í smá erfiðleikum með að skila henni, eftir alla vinnuna sem hefur farið í hana síðustu daga. Þeir eiga örugglega eftir að fara illa með hana:( nenei. Hún er úr gráum þykkum pappa sem allur er út í svörtum málningar-línu-slettu-krullum með háglans. Að innan er mappan bólstruð með þykku vatti og dökkfjólubláu efni. Hún er mjög svo kósý. Svo eru vasar fyrir einfalda A4 bók með myndum af völdum verkum og fuglasögu.
Ég er búin að skila:D Það er ekkert meira sem ég get gert til þess að troða mér inn í artýsamfélagið þarna þetta ár... Og það er mjög undarleg tilhugsun, bæði góð, því þá þarf ég ekki að hugsa um þetta lengur, en einnig mjög óþægileg tilhugsun vegna þess að mér finnst ég alls ekki hafa gert nóg... Eða hvað? Veit ekki...

2 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

mappan var kúl :)
sá innihaldið ekki eins vel.. þú verður að sýna manni hana e-n tímann.. þeas ef þú færð hana til baka haha

9:00 PM  
Anonymous Anonymous segir:

kúl :o)

1:26 PM  

Post a Comment

<< Home