Saturday, March 08, 2008

Fullkomin bæklun

Í Listasögu á föstudaginn vorum við að ræða fullkomna fegurð í forngrískum listaverkum og að slíkir útreikningar voru notaðir á tímum endurreisnamanna. Svo sýndi kennarinn okkur mynd af hinni frægu Venus frá Míló(eftirprentun frá Róm, hrumpf) og svo mynd af tveim myndlistakonum samtímans(önnur þeirra heitir eitthvað Lappar) sem hafa borið sjálfar sig við þessa styttu, eða líkar styttur. Ástæðan fyrir samanburði þeirra er sú að hendur vanta á þær báðar, og fætur á aðra þeirra. Þær fæddust báðar svona fatlaðar og þess vegna svolítið kaldhæðnislegt að þær skyldu líkjast svo hinum fullkomnu og fallegu styttum forngrikkja:D Svo sagði kennarinn okkur frá því hvers vegna þær hefðu fæðst svona bæklaðar. Fyrir kannski 30 árum, giska ég, var fundið upp nýtt meðal gegn morgunógleði ófrískra kvenna, og selt í BNA og Bretlandi, en meðalið hafði svo slæmar aukaverkanir að fullt af fólki fæddist án handa og fóta. Meðalið minnkaði víst blóðflæði og afleiðingarnar urðu á þessa leið. Þegar við heyrðum þetta, bekkurinn, urðum við flest alveg steinhissa, vegna þess að við höfðum aldrei heyrt á þessa getið. Það sem er furðulegt er að í lok dagsins í kennslu hjá allt öðrum kennurum var einmitt minnst á þetta fyrirbæri aftur... Hversu mikil tilviljun er það??? Jahá, reiknið það bara nördarnir ykkar:D

1 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Frekar óhugnanlegt! og sorglegt!

Hvað varstu að tala um nörda...hehehe!!

12:49 AM  

Post a Comment

<< Home