Thursday, December 27, 2007

Minning

Ég unni mér betur
í minni þínu.
Þar var ég hulin
og að hluta til gleymd,
og að hluta til minnst.
Þú hefur sótt mig
á enda veraldar
og hvorugt okkar
er eins og hefði átt að vera.
Eiginlega erum við bæði verri en áður
og því sprautast út úr þér lífið,
rauðagyllt og lekandi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home