Thursday, November 01, 2007

Fermingar

Ég beið í strætóskýlinu áðan og hugleiddi fermingar. Fermingin sjálf finnst mér ekkert athugaverður hlutur í sjálfusér, heldur eru það veislurnar sem haldnar eru í kringum þær svo spillandi. Þarna höfum við fjórtán ára ungling sem varla hefur gert upp huga sinn um það hvort hann yfirleitt trúi á nokkurskonar guð. Krakkinn fylgir straumnum af öðrum krökkum sem fara í fermingarfræðslu og tekur þátt í einhverjum umræðum sem eru miður uppbyggilegar margar hverjar. T.a.m. var að taka til í eigum mínum og fann fermingafræðslu-verkefnabók sem ég hafði skrifað niður ákaflega skrítnar hugleiðingar prestsins niður sem svör við allskyns undarlegum spurningum. Það er yfirleitt svo mikið umstang í kringum ferminguna-það þarf að vera stór veisla og góðar gjafir og þeir krakkar sem ákveða að fermast ekki fá oft enga veislu. Þess vegna eru margir sem ákveða að fermast bara til þess að fá veisluna og gjafirnar þrátt fyrir að hafa enga sýnilega trúarþörf. Ég skil ekki alveg þetta konsept að halda heljarinnar veislu fyrir barn sem hefur tekið þá ákvörðun að fermast af því að flestir hafa gert það. Ég er ekki að segja að öll börn ákveði að fermast bara til þess að fá veislu, mörg gera það vegna þess að þau eru mjög túuð(og það er yfirleitt foreldrunum að kenna...). Það er ekki hægt að ætlast til annars af fjórtán ára unglingi en að hann nýti sér þessa leið til þess að eignast nýjar græjur, sjónvarp, peninga og viðurkenningu frá fullorðnu fólki. Væri ekki bara miklu betra að setja í hefð að veislurnar verði haldnar á fjórtán ára afmæli barnsins í stað þess að unglingurinn þurfi að ganga í gegnum einhverskonar túarlega leiðsögn til þess að fá gjafir og "öðlast virðingu fullorðinna"(ekki man ég eftir að fullorðnir hafi litið eitthvað öðruvísi á mig eftir ferminguna). Mér finnst eins og kirkjan sé að "lokka" óhörðnuð börn í trúarlega söfnuði með því að hafa þessar hefðir í gangi og ég væri ekki hissa á því ef kirkjan hefði einhverntíma ákveðið að hafa þessar trúarveislur sem hefð. Fermingarveislan sjálf er ekki einsdæmi og til eru alls konar svipaðar útlistanir af þessu tagi, t.d. Barmitzva í gyðingdómi, blessun hjá Hvítasunnukirkjunni og örugglega líka í fleiri trúarbragðagerðum líka. En já, í stuttu máli sagt þá er ég á móti fermingarveislum og ef ég eignast einhverntíma barn þá ætla ég að segja við það að ég muni ekki halda fermingarveislu fyrir það, hins vegar skuli ég halda stóra afmælisveislu hvort sem það ákveður að fermast eður ei. Ef barnið ákveður að fermast samt sem áður, þá mun ég segja ættingjum frá því og bjóða þeim í kirkjuna og leyfa þeim að ráða hvort þau gefi barninu fermingargjafir, afmælisgjafir eða hvorutveggja...

11 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

ókei, ég er ekki alveg sammála...held það sé ekki foreldrunum að kenna, það er svo neikvætt. Það eru margir foreldrar sem eru alls ekki trúaðir og eru því líklega ekki að troða neinum trúarskoðunum upp á barnið, þannig að e-a hluta vegna ákveður barnið að fermast.

Reyndar fannst mér það vera viðurkenning að fermast, þá var maður svona kominn í fullorðinna manna tölu.

Krakkar fermast náttúrulega af mismunandin ástæðum, en held það sé ekkert endilega meirihlutinn sem fermist út af gjöfum, líklega bara partur. Held að það sé meira áberandi en þeir sem fermast vegna trúarinnar, og ef unglingur er spurður hví hann hafi fermst held ég að það sé oft auðveldara að segja vegna gjafa en fara að halda því fram að vera trúaður.

Svo er trú miklu meira en bara að kunna ritninguna utan að og svoleiðis, snýst um að virka í samfélaginu (man allavega eftir því úr fræðslunni, hann lagði líka áherslu á það).

Ætti kannski að skrifa mótblogg hehe!

3:53 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Foreldrarnir spila með í veislubrjáæðinu... Ég er líka viss um að ef að sumir krakkar hafa val á því að fá stóra veislu fyrir það að fermast eða stóra veislu fyrir það að eiga afmæli, þá myndu þau velja afmælisveisluna....

3:59 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ég er svolítið hissa að þú skyldir skrifa:

,,mörg gera það vegna þess að þau eru mjög túuð(og það er yfirleitt foreldrunum að kenna...)."

að kenna? ég er sammála hörpu, þetta er mjög neikvætt og ég skil ekki af hverju þú tekur sovna til orða. Varð meira að segja svolítið reið..það er ekkert slæmt að staðfesta það sem maður trúir á og fermingin fyrir mig var stórt mál og mikilvægt sama hvort það hefði verið veisla eða ekki.

en ég skil hvað þú ert að meina með að þessar veislur séu komnar út í öfgar..það er bara í anda efnishyggjunar í dag og kemur trúnni ekkert við. það er gaman að gleðjast þeim sem fermast og það er alveg hægt að gera það án þess að gefa rándýra gjöf en þetta er kannski eitthvað sem er tímabundið, vonandi á þetta eftir að breytast í framtíðinni.
Svo er ég sammála því að börn sem fermast til að vera eins og hinir er slæmt mál. en þeim börnum sem ekki trúa á Guð býðst að fermast ,,borgaralega".

4:44 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Já en það er bara gerfiferming og ekki til neins, og svo er það kallast að "fermast" borgaralega... Eins og það sé eitthvað, aumingja heiðinginn, fær ekki að fermast til kristni af því að hann trúir ekki á Guð, leyfum honum að fermast borgaralega....
Það eru líka mörg börn sem verða ofsatrúar bara út af því að foreldrarnir eru það, og svo eru mörg börn sem eru nýnasistar af því að foreldrarnir eru það... Börnin læra algerlega það sem fyrir þeim er haft ef það er heft nógu mikið fyrir þeim... Það er oft en og börn mjög trúaðs fólks hafi engan sjálstæðan vilja og gera nákvæmlega það sem foreldrarnir segja þeim að gera.... það er bara það sem ég er að meina...

7:42 PM  
Anonymous Anonymous segir:

annars var ég bara smá kaldhæðin... engin ástæða til þess að vera reið yfir því

7:43 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ég get nú ekki sagt að þessi borgaralega ferming sé ekki til neins. þetta er námskeið og krakkarnir fá fræðslu um lífið og tilveruna rétt eins og önnur fermingarbörn og að lokum fá þau viðurkenningu fyrir að hafa lokið þessu námskeiði.

hvernig í ósköpunum átti maður að vita að þú hefðir sagt þetta í kaldhæðni?! haha

10:02 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Ég man ekki eftir nokkurri lífsfræðslu í fermingarfræðslunni minni, bara endalaust babl um guð og jesú og einhverjar misréttar tilvísanir úr biblíunni. Mér finnst að ferming eigi að vera bara sér á báti og svo eru alir krakkar settir í lífsfræðslu!!!!! Það þarf ekki alltaf að tengja "heiðingjana" við eitthvað kristilegt...

10:10 PM  
Anonymous Anonymous segir:

jájá við erum sammála um það að vera ósammála... nenni ekki lengur að svara sorrý :Þ

10:16 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Ég man aðallega eftir því úr fræðslunni að hann lagði áherslu á hvernig eigi að hegða sér í samfélaginu...

Svo eru líka mörg dæmi um að börn strangtrúaðra foreldra verði ekkert strangtrúuð og öfugt að börnin verði strangtrúuð þó að foreldrarnir séu það ekki.

Ég fermdist t.d. ekki fyrir pakkana og það skipti mig miklu máli að fermast og það var alls enginn að troða því upp á mig. Þannig að það eru margir að fermast fyrir trúna þótt hinir sem gera það ekki séu meira áberandi.

Ef krakki (á miðju gelgjuskeiði) er spurður að því hví hann sé að fermast...þá finnst mér mjög líklegt að hann myndi segja "af því bara" eða "út af pökkunum" svoleiðis er þetta bara...

Svo þurfa fermingarveislur ekkert endilega að vera fokdýrar...

11:15 PM  
Anonymous Anonymous segir:

svo eru heldur ekki allir krakkar að fá slatta af gjöfum... það er hugurinn sem skiptir máli...hvort sem gjafirnar eru dýrar eða ekki, það er gaman að fólk vilji gleðjast með manni á fermingardaginn.

11:34 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Það er líka bara undantekningin frá reglunni....

12:02 AM  

Post a Comment

<< Home