Sunday, September 02, 2007

Heilbrigði og sál=$$$

Ég sá Sycko um daginn, þarna heimildamyndina frá Michael Moore um heilbrigðiskerfið i BNA... Þetta er alveg fáránlegt!!! Allar aðgerðir og skoðanir sem fólk fer í á spítölum kosta morðfjár, ríkið borgar ekkert af þessu, þannig að fólk þarf að tryggja sig til þess að geta borgað þennan kostnað ef það skyldi nú slasast. Svo kannski færð þú hjartaáfall og þarft að fara í aðgerð, sjúkrahúsið hefur samband við tryggingafélagið þitt um borgun. Svo færð þú bara neitun um peninga fyrir aðgerðinni frá tryggingafélaginu þar sem "aðgerðin er ekki talin líkleg til þess að bjarga lífi þínu", eða er "talin á tilraunastigi", bara svo tryggingafélagið þurft ekki að punga út peningum... Svona gengur þetta fram og aftur þangað til þú kannski færð jákvætt svar við aðgerðinni frá tryggingafélaginu og ferð í aðgerðina. En þá sendir félagið einhvern í það að grandskoða alla þína fortíð áður en þú sóttir um hjá tryggingafélaginu, þá kannski komast þeir að því að þú fékkst hérna sveppasýkingu ári áður en þú tryggðir þig og geta því krafist þess að þú endurgreiðir þeim kostnaðinn fyrir aðgerðina, þó þú hafir kannski verið löngu búin að jafna þig eftir sýkinguna áður en þú tryggðir þig!!! Svo fór Michael að skoða fyrirkomulagið í Kanada, Bretlandi, Frakklandi og á Kúbu. Þar er allt heilbrigðiskerfið innifalið í sköttunum, bæði spítalafarir, tannviðgerðir, lyf eru borguð mikið niður (í einu landinu af þessum þá þarftu að borga bara standard verð fyrir öll lyfin þín, hversu mikið sem þau kosta-allir borga það sama, skiptir ekki máli hversu mörg lyf þú ert að taka, og verðið var eitthvað 600 kall)allt sem viðkemur heilsunni... Allt frítt s.s. Þá fór ég að spá í hvernig þetta væri hér á Íslandi, jú við þurfum nefnilega að borga fyrir þetta allt, kannski ekki alveg eins mikið og í BNA, en við þurfum að borga slatta á móti ríkinu í t.d. tannlæknakostnað, og svo þurfum við að borga fyrir að fara á heilsugæsluna!!! við erum líka að borga slatta fyrir lyfin okkar. Í Frakklandi(allavega í París) er líka ókeypis leikskólapláss fyrir öll börn og nýbakaðir foreldrar fá ókeypis heimilishjálp tvisvar í viku fjórar klst í senn!!! Ég vona svo sannarlega að heilbrigðiskerfið okkar fari ekki að þróast í áttina að fyrirkomulaginu í heilbrigðiskerfi BNA!!!

5 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Já, BNA gera margt fáránlegt og fólk missir kannski allt í einu allt sem það á þegar það veikist, þá er nú gott að búa á Íslandinu þó það sé stundum dálítið dýrt :)Íslenska tryggingakerfið er samt ekkert rosalega auðvelt í umgengi og þjónustan oft ekkert mjög góð, vona að það breytist í nánustu framtíð!!!

8:17 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Mér finnst bara að það eigi ekki að þurfa tryggja sig fyrir svona hlutum!!! Þetta á bara að vera "coverað" af skattinum:)

9:40 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ég er hrædd um að við séum orðin of amerísk á mörgum sviðum en ég held að við séum ekki nógu heimsk til að fara að herma eftir þeim í þessum málum :)

1:59 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ja ég ætla bara að vona ekki!!! Íslendingar eru nú ekkert gáfaðasta fólk í heimi...

9:55 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ég er snúin aftur í bloggheiminn..

9:50 PM  

Post a Comment

<< Home