Friday, July 27, 2007

Matur er list

Ég bara kemst ekki yfir það hvað ég er mikill sælkeri. Ég kom heim í autt hús, svöng og langaði í eitthvað gott að borra. Já ég reddaði mér bara og viti menn hvað ég töfraði fram... Ég skar niður sætar kartöflur og venjulegar kartöflur(og höndina mína í leiðinni) í þunnar sneiðar og kryddaði að marokkóskum hætti, ég bjó mér til salat með kletasalati, tómötum, papriku, jógúrt sósu með hvítlauk, sólþurrkuðum tómötum, steinselju, sósukryddi og salti og pipari-toppaði svo salatið með vínberjum, og svo setti ég fyllta sveppi inn í ofn með kartöflunum. Lostæti!!! og ekkert kjöt... Ég tók ekki einu sinni eftir því fyrr en ég var búin að troða þessu öllu í mallann:)
Mig langaði líka að segja ykkur frá því að ég var að teikna hana Ísabellu litlu frænku mína og verð að segja að myndin heppnaðist býsna vel... Verð að setja þetta inn á netið við tækifæri:)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home