Tuesday, July 24, 2007

23. júlí 2007

Þvílíkt veður sem á okkur lenti í dag.... Steikjandi hiti og Sunna fyrri partinn og hellidemba þann seinni. Ég allavega nýtti mér sólina og hjólaði í bæinn-hitti Hegu systir. Við fórum í Eymundson á Austurstræti og sátum úti á veröndinni og leyfðum sólinni að lita kroppinn aðeins. Þegar hitinn var orðinn óbærilegur hljóp maður bara inn og keypti sér eitthvað kalt að drekka, s.s. frappuchino með hálfu skoti af irish cream og svo jarðaberja og hindberja frappó-te með jarðaberjasírópi. Á meðan við dreyptum á þessum veigum skoðuðum við hár-blöð þar sem við báðar erum í krísu vegna hárvandamála. Við hittum hann Haffa þar sem hann húkti inni í þessu góða veðri og las skrítlur á meðan vinkona hans las Potterinn, þau fengu ekki borð úti sökum fólksfjölda. Við buðum þeim bara að setjast út í góða veðrið með okkur. Eftir smá spjall sukku Haffi og vinkona hans svo djúpt í bækur sínar að ég og Helga fórum í heimsókn til Svönsu og félaga í Kópavoginn-þar sem þau fjölskyldan gista. Þar át ég á mig gat af kókópöffsi og drakk expresso sem kom úr instant Nestlè kaffi... Það var kremma og kaffifroða og allt!!! Ótrúlega spes. Þá kom demban, hellidemba og veðurhljóð á himni... Og ég sem átti enn eftir að hjóla heim úr bænum-enda var sætið á hjólinu blautt þegar Helga skutlaði mér að því. Það var þó búið að stytta upp þegar ég hóf hjólaferðina og hélst þurrt þangað til ég kom heim, þá missti guð vatnið....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home