Wednesday, June 20, 2007

jamm, blaður

SoSoh. ég fór í sund í dag með Helgu, nokkuð sem ég hef ekki gert í langan tíma. Við prófuðum grunnu-laugina(þessa upphituðu, ekki buslulaugina), 38-41°C pottinn, nuddpottinn, saununa og sturtuna. Jú veistu, við lölluðum í gegnum köldu-djúpu laugina þegar við vorum á leiðinni frá nuddpottinum yfir í grunnu-laugina, en það var ekki meira en það. Ég tók reyndar smá heilsusprett á sundferðina og hjólaði báðar leiðir, til og frá Sundlaug Seltjarnarness:) Helga keyrði, og eftir sundferðina enduðum við hjá henni mömmu gömlu í grill. Grillaðir kjúklingavængir, grillað grænmeti og grillaður ananas með ís og karamellusósu... mmm...

Ég er búin að fá samþykkt í Fjölbraut í Breiðholti, Iðnskólann í Hafnarfirði og Iðnskólann í Reykjavík, allt inn á myndlistabrautir eða eitthvað tengt. ég bíð enn eftir svari frá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Ég sá blogg í dag þar sem stelpa, lílegast yngir en ég, þó veit ég það ekki, var að blogga um það að hafa farið í inntökuprófið víðfræga. Hún sagðist hafa beilað á því og farið heim eftir fyrsti tvo hlutana... Bara að vona að fleiri hafi gert þetta því þá á ég meiri möguleika:) Það var reyndar svolítið óþægilegt andrúmsloft þarna inni en ég byrjaði bara að spjalla við stelpuna sem var að teikna við hliðina á mér í módleteikningunni, bara svona til þess að geta haldið út þennan óþægilega þrýsting. Þögn getur oft verið mjög óvelkomin, sérstaklega þar sem mikið af fólki er komið saman í eitt herbergi og þögnin heldur áfram... Það er bara krípí... Það var reyndar svolítið fyndið hvernig maður reyndi strax í klukkutíma pásunni að finna eitthvert þekkjanlegt andlit-bara til þess að geta spjallað við einhvern, hvern sem er... Ég er viss um að hver og ein einasta manneskja þarna inni hafi verið mjög áhugaverð og skemmtileg manneskja, en ég vorkenni voðalega þeim sem ekki náðu að finna smá tengsl vin nokkurn mann, þetta hlýtur að hafa verið voðalegt fyrir þá!!! Það hefði alveg mátt létta aðeins adnrúmsloftið þarna með því að bjóða fólki upp á kökur eða eitthvað, bara svona til þess að fólk sé ekki í vondu standi!!!

1 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Til hamingju með það :) Nú er bara að velja og hafna. :)

12:44 AM  

Post a Comment

<< Home