Monday, June 18, 2007

Bloggað um margtt og mikið


Loksins fann ég mér buxur. Nú á ég tvær til skiptana og get því farið að ganga sjaldnar um í kjól... Stundum finnst mér ég vera soldið óverdressed sko.
Ég bíð enn eftir svari frá Myndlistaskóla Reykjavíkur og hinum skólunum, veit ekki hvort ég geti tékkað á svörum á netinu eða hvort ég fái póst um þetta... Kann ekkert á þetta apparat.
Kvennadagur á morgun og ég þarf að klæðast óvini mínum, bleikum!!! Ég á ekkert bleikt. Er rautt í lagi?
Eftir sælgætissukkhelgi hjá Evu er ég komin með nokkrar bólur á ennið en til allrar hamingju er ég með massífan topp sem felur þær:) Ég er samt búin að eitra fyrir þeim með bólukremi og sótthreinsandi þannig að þær ættu ekki að fara að fjölga sér... hehe
Ég sakna Heroes. Hvað kemur eiginlega í staðinn??
Til hamingju með daginn í gær Jón. Og til hamingju með daginn á morgun stelpur:)

5 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Ætli maður skelli sér þá ekki í eitthvað bleikt í tilefni dagsins!

10:05 PM  
Anonymous Anonymous segir:

vúhúúú er ekki nóg að vera með bleika eyrnalokka ;)

10:40 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Ég var með bleika hálsmenið sem Harpa gaf mér, skellti mér i bleikan bol undir vinnupeysuna og tók með mér bleika plastrós í vinnuna:) Gleymdi svo rósinni uppi í vinnu og þarf að sækja hana áður en lokar:(

2:36 PM  
Anonymous Anonymous segir:

sjitt Harpa... þetta er komment frá þér yfir einni bloggfræslu hjá mér þegar viðö vorum í fimmta bekk.Þetta var svona:"hvað á ég að gera eftir menntó"-tilvistarkreppublogg
14.01.2006 15:40:06
"hehehe, þú átt örugglega eftir að finna þér eitthvað skemmtilegt að gera!!! Mig dreymdi að ég og Eva værum að heimsækja þig í Myndlistarskólann í Rvk. og þú varst að teikna rosa flott ;) og kennarinn þinn var kall með mjög sítt hár!!! en allavega, þú gætir náttúrulega orðið svona Attenbourough kal(eða hvað sem hann heitir) og ferðast út um allt! ;) Svo er líka til svona áhugasviðspróf ef þú hefur enga hugmynd um hvað þú átt að gera! Lokaárs vandamál :p"
Var lögnu búin að gleyma þessu...
ef þú ýtir á linkinn/nafnið mitt þá sérðu þessa gömlu bloggfræslu...

5:48 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehe, kannski var ég berdreymin og þú ferð í Myndlistarskólann ;) þekkirðu einhvern síðhærðan kall?? hehe

7:16 PM  

Post a Comment

<< Home