Klukkutikk
Oh ég þooooli ekki vekjaraklukkuna mína... bæði það að hún vekur mig alltaf á morgnana(augljóslega) og líka það, að þegar ég ligg uppi í rúminu, að reyna með öllum mínum kröftum að festa svefn, þá hefur klukkan mín hávaða!!! Já það er hávaði í klukkunnu minni á nóttunni þegar allt annað er hljótt og ekki einu sinni fuglaskrattarnir tísta!!! Það heyrist nefnilega í sekúnduvísinum á vekjaraklukkunni minni og ég er að vera biluð á þessum hávaða!!! Ok þetta getur kannski ekki beint talist til hávaða en samt, þetta er óþægindahljóð og ég þoli þetta ekki lengur! Í gærkveldi lá ég andvaka, eins og allar hinar næturnar í þessari próftörn, og þrýsti saman augnalokunum, með sængina fyrir báðum eyrunum og bað almættið um að ég fengi svefn, þá heyrði ég ekkert nema "tikk, tak, tikk, tak" já, annaðhvort hljóð er háværara en hitt, Óþolandi!!! ég stóð upp undan sænginni, í kolniðamyrkri, og setti klukkuna í skammakrókinn, þ.e. fram-út úr herberginu... Í staðinn stillti ég vekjarann á gsm-símanum mínum. Ég svaf vel þessa nótt!!! Ég ætla mér að gera þetta aftur í nótt! Góða nótt:)
3 Comments:
hahahaha kannast við þetta. Ég fékk mér þess vegna klukku sem heyrist ekkert í sem er snilld. En í staðinn hefur gullfiskurinn minn tekið við að gera hávaða yfir nóttina með því að smjatta á vatninu og búa til loftbólur sem springa og ég er ekki að djóka, það er ekki hægt að sofna við þennan hávaða! Það er eins og hann viti hvenær er best að smjatta á vatninu og bögga mig því hann gerir það þegar ég er að reyna að einbeita mér við að lesa undir próf eða reyna að sofna. Kannski ég ætti líka að færa fiskabúrið???
já fram-út úr herberginu!!!!! hehe
hehehe
Post a Comment
<< Home