Bíóblogg
Ég sá Spídermanninn í gærkveldi í bíó með Helgu systur minni. Myndin var ekkert arfaslæm en hún getur ekki talist góð... Fyrsta myndin var miklu betri og önnur myndin var skárri. Held að þetta sé að dala... En já þarna komu fram fínir brandarar og allt svoleiðis, það var ekkert að klikka, heldur voru löngu dramaatriðin að gera út af við þessa mynd... Ég er farin að halda að allir vondu kallarnir sem munu nokkurn tíma koma fram í myndunum séu einhverskonar ógæfumennm; Þeir lenda alltaf í einhverjum hremmingum, þurfa að ræna banka til þess að bjarga barninu sínu, þurfa að drepa nokkra til þess að bjarga heiminum frá því að verða orkulaus(korkrabbagaurinn í síðustu mynd) og því verða þeir á endanum vondir... Og svo er eitt í viðbót, vondu kallarnir eru aldrei kúl leikarar... Þetta eru alltaf leikarar sem maður þekkir úr öðrum bíómyndum/sjónvarpsþáttum sem algerir lúserar og aular(Kolkrabbamaðurinn lék lúseraföður í leiðinlegum sjónvarpsþætti á Skjá einum, seinni svarti maðurinn í nýjustu myndinni er nörda fíflið í That's 70's show og Sandmaðurinn er lúsera-eiginmaðurinn í Sideways)... Af hverju er ekki hægt að finna kúl leikara til þess að leika kúl vondan kall???
3 Comments:
sko mér finnst reyndar "Eric Forman" nördinn úr "That's 70's show" fínn leikari...
Man eftir einni mynd þar sem vondi kallinn (eða versti kallinn) er myndarlegur..."The Blade III".
Það er ekkert að leikurunum í myndinni... Leikararnir eru alveg góðir sko, það er bara hlutverkaspenna á milli gamla hlutverksins og nýja.... hehe
hehe
Post a Comment
<< Home