Dimissio
Ég var að Dimitera í dag. Ótrúlega gaman. Minn bekkur ákvað að velja sér gerfi Captains Jacks Sparrows og tókum við okkur vel út. Við lærðum taktana með því að horfa saman og stúdera kvikmyndirnar um sjóræningjann fræga. Eftir að hafa látið eins og fífl úti á túni fyrir framan Lærða skólann, þ.e. að flagga sjóræningja fána á listaverkinu, klifra í listaverkinu, binda óheppna vegfarendur við listaverkið, láta aðra óheppna vegfarendur ganga fram af planka út frá listaverkinu, dansa kringum listaverkið, fremja mannrán á nokkrum stökkbreyttum unglings-ninja-skjaldbökunm, músum að nafni Mikki, sjómönnum og stripplingum og sitthvað fleira þá fjölmenntum við, menntskælingar í gáma þrjá og skunduðum á Tryggvagötuna. Þar á eftir var haldið á Pizza-kofann Sprengisand og etið yfir sig af rándýrri pizzu og Pepsi. Svo tvístraðist hópurinn og fóru sumir í aðra menntaskóla og hrelldu nemendur, hinir fóru ýmist í kringluna, laugarveginn eða á aðra fjölmenna staði, og hrelldu grunlausa staðargesti. Fengu menn nú mismunandi viðbrögð við því en almannt tel ég að fólk hafi tekið búningaklæddum Dimiterum vel. Fékk ég ýmis viðbrögð við leikhæfni minni og fegurð búningsins, þ.á.m. hlátur, hræðslu, feimni, sumir veifuðu á móti, sumir gáfu sig á spjall við sjóræningjann fræga, enn aðrir létu sem þeir sæju mig ekki og margt fleira. Lítil stepla spurði móður sína af hverju stelpan væri með skegg og lítill strákur vakti athygli vinar síns og sagði að Jack Sparrow væri að ganga fram hjá, vinurinn var nú ekki eins trúgjarn og spurði mig hver ég væri, ég svaraði nú bara sannleikanum og sagðist heita Captain Jack Sparrow.
5 Comments:
já þetta var ágætur dagur ;)
25 maí = POTC III!! :D:D
Savy
hehehe :) þumall upp!
Ha ha,mana þig í að setja mynd af þér sem Jack Sparrow hér á heimasíðuna þína. Einhversstaðar þar sem allir sjá.
Kveðja Svansa úr Mörkinni miklu
Post a Comment
<< Home