Wednesday, April 04, 2007

París fyrsti hluti

Ég og Tinna vorum að fara til Parísar með einhverjum fimmtubekkingum. Þar sem við erum sko þvílíkt Ví æ Pí lentum við í sætum líkum og þeim sem eru á First class í flugvélinni. Við mættum svo mygluð eftir þriggja klukkustunda flug á Charles de Geulle flugvöllinn í París og biðum eftir að töskufæribandið hreyfðist. Biðum í klukkustund í viðbót vegna seinkunar á farnagri. Svo er að segja frá hótelherberginu... Við lentum í 10 manna herbergi(upphaflega áttumk við að fá tveggja manna herbergi...) en herbergisfélagar okkar voru mjög skemmtilegar og því var ekkert við því að kvarta:) Herbergið samanstóð af tveim vöskum sem einungis heitt vatn kom úr, fimm tveggja hæða kojum og slá og herðatrjám. Svo voru nokkrir auka herbergisfélagar s.s. silfurskottur og rykmaurar sem lifðu sældarlífi þarna í tískuborginni-og lifa líklega enn í fötunum okkar:)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home