Friday, January 19, 2007

Hetjur

Þegar auðjöfrarnir eru komnir í ból
og börnin komin á vit draumanna.
Þá dansa ég trylltan dans.
Því ég er hetja.

En hvar dvelst auminginn,
súri vesalingurinn,
á meðan hetjur hversdagsleikans
stíga dans á götum borgarinnar?

Ég sá mann í húsasundinu.
Hann hélt á flóbitnum hundi.
Flærnar bitu manninn í hálsslagæðina.
Manninum blæddi.
Ég rak ekki upp eitt óp, því ég er hetja.
Hetjur gráta ekki.

5 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Flott!!!! ;)

5:52 PM  
Anonymous Anonymous segir:

vó..

6:12 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehe takk... :) Voða dramatískt...

7:10 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Þú ert skáld...og flott skáld í þokkabót. Þú átt einhverntímann eftir að gefa út ljóðabók sem þú myndskreytir sjálf...
Ég hlakka svo mikið til að sjá þig í febrúar :o)
Knús, Svansa

11:00 AM  
Anonymous Anonymous segir:

hehe takk:)

6:14 PM  

Post a Comment

<< Home