Friday, November 24, 2006

Ekkert listrænt blogg í dag.. hehe

Örvæntið ekki eftir mitt síðasta blogg.... Mér gekk ekki eins illa í stærðfræðiprófinu og lét af. Hin heilaga tala, sjö, ákvað að veita mér ánægju með viðveru sinni þegar ég fékk prófið aftur í hendur.
Hins vegar ákvað sexan að tauta svolítið í mér á erfðafræðiprófinu og verð ég víst að bæta mig á þeim vettvangi.
Jólaprófin á næsta leiti og því er tíminn þangað til tilvalinn til jólagjafainnkaupa og smákökubaksturs.
Mig langar í nýja tónlist. Gefið mér tónlist í jólagjöf! Djók, ég ætla mér ekkert að vera frek eða neitt svoleiðis, bara... Æ þið vitið... Mig langar í eitthvað nýtt með Yan Tiersen, en hann samdi tónlistina fyrir Amèlie. Og ef þið eruð ekki viss um hvaða tónlist þið viljið gefa mér, endilega gefið mér eitthvað sem ég get skipt... hehheheheh, oj hvað ég er dónaleg. Ég er bara stressuð fyrir jólaprófin, það er ástæðan fyrir dónalegheitunum í mér, ekkert annað.

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hahahaha, ég skal spyrja sérstaklega um hvort það sé ekki örugglega hægt að skipta vörunni þinni!!!

11:28 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

hahaha þú ert fönní

1:22 AM  
Anonymous Anonymous segir:

Danke, Merci, efcharisto, techekurler Derim....Takk... En ég vissi það svo sum alveg..

11:05 AM  

Post a Comment

<< Home