Friday, October 20, 2006

Bland í poka

Það þarf sterk bein til þess að nenna að læra undir stærðfræði, sterkari bein en ég hef....

Kannski ég ætti að borða meira skyr?

Ég á víst að teikna eina mynd á dag í skissubókina í myndlist, en málið er bara það að ég met gæði meira en magn og því myndi það stríða gegn æðri vitund minni að kreista fram eina mynd á dag.. Er ég kannski bara löt?

Svo þarf ég að teikna útsýnið í glugganum mínum. Því miður kemst ég alltaf í stuð þegar það er orðið dimmt, og þá sé ég ekkert út sökum náttblindu. Fokk....Itt....

Ég þarf að mæta í vinnuna á morgun klukkan níu og er að vinna til kl 5. Það er samt gaman að vinna hjá kaffitári, skemmtilegt og skrautlegt fólk sem maður kynnist...

Nostalgía: Mig langar í sumarfrí aftur...

4 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Já en miðað við gæði myndanna kemstu örugglega upp með að teikna færri myndir ;);) Ekki satt?

5:05 PM  
Anonymous Anonymous segir:

eða þá að þú getur fengið þér innrauð gleraugu og tekið rafmagnið af hverfinu, hahaha!

[ef þetta var of djúpur brandari-þá tengist hann náttblindunni...]

5:07 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Það er náttla pæling út af fyrir sig...

6:22 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

aha væri til í frí.... í svona mánuð!

6:53 PM  

Post a Comment

<< Home