Wednesday, October 04, 2006

Annasamur miðvikudagur!

Rosalega var ég eitthvað virk í dag!!! Var ég alveg ofboðslega dugleg í verklegri líffræði í dag, að mínu mati, þar sem þetta er síðasti tíminn á miðvikudögum er maður venulega rosalega þreyttur, en nósörrí bobb... Svo beint á eftir fór ég á Frakklandsfundinn... Stelpur, þið meigð koma með ef það er pláss.. Gleymdi að spyrja um hvort þið mættuð vera með í fjáröfluninni, það hlýtur samt að vera! svo beint eftir það, um hálf fjögur mætti ég á smá upphitun í kórnum því um fjögur áttum við að syngja á ráðstefnu félagsráðgjafa!!! Þetta gekk bara nokkuð vel, þó eitt lagið sem við sungum hafi verið allt of hratt haha... En já, eftir það, um tíu mínútur í fimm mætti ég hress og kát á Þjóðminjasafnið og fékk undanþágu við að taka myndir inni í safninu.. Þetta er venjulega bannað sko.. noh, sko mína! En jám... Konurnar á safninu voru ofboðslega almennilegar við mig og voru meira en fúsar til þess að fræða mig allt um Sigurð Guðmundsson málara-í sambandi við myndirnar sem ég var að taka þá voru þær fyrir fyrirlestur um ofantalinn listamann... En þar sem safnið átti að loka klukkan fimm höfðu konurnar engan tíma til þess að fræða mig frekar, svo ég haskaði mér burtu eftir að hafa fengið að taka myndirnar, án flass að sjálfsögðu... svo kom ég heim og lærði upp á eigin spýtur að hlaða inn myndum inn á tölvuna, og lagaði þær meira að segja sjálf í einhverju forriti, þær voru nefnilega svolítið dökkar vegna flassleysis!!! En já svo þetta reddaðist allt saman! :D

Ég mæli með geisladisknum "Dear Catastrophie Waitress" með Belle&Sebastian... Ekkert nema tær snilld þar á ferð!! Takk Oddný fyrir að vísa mér á hann, ef þú sérð þetta blogg :)

2 Comments:

Blogger Lati Strumpur segir:

naujh, það er aldeilis dugnaðurinn!

ég var einmitt að gera lista yfir súper hljómsveitir á blogginu mínu ef þú vilt bæta við safnið ;)

6:21 PM  
Anonymous Anonymous segir:

vá, núna finnst mér ég hafa verið löt!!!!

7:46 PM  

Post a Comment

<< Home