Tuesday, September 19, 2006

Gargari

Klukkan var um eittleitið og bjallan hringdi í hinsta sinn þennan skóladaginn. Við stúlkurnar fórum niður í Cösu að töfra fram líffræðiskýrslu um hjartað og virkni þess.... Klukkutíma seinna yfirgáfu stúlkurnar mig þarna niðri í þessum nýstárlega, nýuppbyggða og steríla kösukjallara. Ég hóf að semja ritgerð eða réttara sagt "copy-peistaði" ég ritgerðina af Wikipedia og þýddi orð fyrir orð á íslensku. Ætla mér að endursegja efnið og búa til þokkalega ritgerð úr þessu, helst fyrir mánudaginn!!! En já, þetta tók laaaangan tíma, marga klukkutíma og klukkan fjögur ákvað ég að taka strætó heim og fá síðan móður mína til að skutla mér í skólann aftur klukkan fimm. Ég ætlaði að prófa MR kórinn og átti að mæta kl fimm. Það leið og beið en aldrei lét strætó sjá sig... Harpa kom og við spjölluðum saman á meðan við biðum eftir strætó... Klukkan var núna orðin tuttugu mínútur í fimm og tóka það því ekki fyrir mig að taka strætó heim. Harpa ákvað að taka aðra leið heim, þrátt fyrir að hún hefði þurft að ganga lengra heim úr strætóskýlinu. Ég mætti í kórinn á réttum tíma, aðeins of snemma þó... Raulaði ég svo með fólkinu sem hafði verið þarna frá byrjun, vissi þó ekki í hvaða rödd ég átti að raula, svo ég bara gargaði eitthvað... Eftir tímann vildi kórstjórinn fá litlu lúserana sem núna fyrst ákváðu að prófa kórinn, þ.e. mig og eina aðra stelpu, og hann vildi prófa í hvaða rödd við værum... Ég er s.s. 2 sópran, þ.e. e-s staðar á milli hæsta sóprans og alt(millirödd)... Kúl... hehe, mamma er bara alt... Allavega, það verður ekki lengra í bili...

1 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

haha, kúl!

Þurftirðu að syngja ein fyrir framan hann?

8:52 PM  

Post a Comment

<< Home