Wednesday, September 13, 2006

Hvatningaræða

Smá umræða myndaðist í líffræðinni um tungumálið okkar fagra og kæra. Ósjaldan er talað um að oft á tíðum sé ungt fólk(unglingar) tungumálinu til skammar þar sem þau nota oft erlendar slettur í staðinn fyrir að nota góð og gild íslensk orð. Komu þá nokkrur bekkjarfélagar mínir með góða mótsögn og sögðu að það væri miklu frekar vel menntað fólk á sviðum eins og líffræði og lögfræði, o.fl. sem nauðgaði tungumálinu á harðsvíðaðan hátt. Þessar vel menntuðu manneskjur nota mjög oft orð úr öðrum tungumálum yfir þá hluti sem snerta þeirra lærdómssvið og kann í undantekningartilvikum íslensku orðin yfir þá. Hef ég oft tekið eftir þessu hjá Helgu systur minni þar sem hún var að læra lífefnafræði í háskólanum en er að taka örverufræði núna. Oft þegar hún hefur verið að hjálpa mér við heimanámið í líffræði hef ég venjulega þurft að nota ensk og latnesk heiti yfir alls kyns orð er tengjast því sem ég á í erfiðleikum með því hún þekkir hreinlega ekki íslensku fræðiheitin. Stór hluti af ástæðunni er að sjálfsögðu sá að það eru ekki til neinar góðar íslenskar kennskubækur sem "dekka" mikið hærri stig er grunnskólastigið í t.d. líffræði og því verðum við íslendingar að sætta okkur við það að lesa allt námsefni á ensku og sérstaklega þegar við förum í háskóla, þá munum við varla sjá stakt prentað orð á íslensku. Er þetta góð eða vond þróun??? Eigum við að segja skilið við íslensku fræðiheitin og taka upp ensk eða latnesk, eða eigum við að herða baráttuna fyrir íslenskunni? Ég vel seinni kostinn og mæli með því að fólk fari að semja fleiri námsbækur á íslensku því íslenskan er okkar tungumál og ég, ásamt a.m.k. helmingi þjóðarinnar vil ekki sjá latnesk fræðiheiti granda okkar ilhýra máli.

7 Comments:

Blogger Lati Strumpur segir:

latínan er bara kúl og það yrði bara tvöföld vinna að læra íslensku orðin líka sem eru svo oft ógegnsæ...
svo fara flestir í nám erlendis og þá væri ömurlegt að muna bara íslensku orðin..

12:31 AM  
Anonymous Anonymous segir:

Nei... það eru einmitt latnesku og ensku orðin sem eru bara eitthvað Krapp.... íslensku orðin eru svo oft lýsandi yfir hlutina!!!

10:10 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

nei hei
hrmpfff...

10:12 PM  
Anonymous Anonymous segir:

mitt komment er á le maskin.

10:18 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hoho

10:57 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Er reyndar ekki sammála þessu, ég myndi frekar vilja hafa þetta eins og þetta er, bara i ensku og latnesku, algjör oþarfi að bæta við tungumáli mahr! Þ.e. að þurfa læra lika heitin á íslensku, úff!

8:13 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hahaha Þið eruð svo löt!!! Enginn áhugi að halda íslensku tungumáli gangandi!!! Iss...

8:22 PM  

Post a Comment

<< Home