Sunday, September 03, 2006

Hvað er svona fyndið?

Ég geng í gegnum Hljómskálagarðinn.
Þarna situr einhver á bekk.
Hann er brúnhærður. Með blá augu og mjög lítið nef.
Hann horfir á eitthvað í fjarska. "Á hvað?", hugsa ég. Ég lít í áttina sem hann horfir. Sé ekki neitt. Lít aftur á hann en hann er horfinn. Lít þá aftur þangað sem hann var að horfa en sé ennþá ekki neitt. Ég sest á bekkinn og held áfram að horfa. Ég hlæ.
Nokkrum vikum seinna er ég að mestu leiti horfin, aðeins lítill partur af sálinni er eftir og sá partur heldur fast í bekkinn.
Þarna kemur einhver. Er MÉR þá loksins borgið??

1 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

vá... soldið djúpt...

10:58 PM  

Post a Comment

<< Home