Friday, September 29, 2006

Reiðin mín og reiðin þín!

Stundum verð ég bara svo reið!!!
Við vorum að halda fyrirlestur, fimm saman, um part stjórnarskrárinnar... Ég byrjaði fyrirlesturinn og sagði frá ýmsu merkilegu. Þegar ég var svo í miðjum klíðum að segja eitthvað þá truflar Helgi Ingólfs sögukennari mig svona allsvakalega, með því að garga á Jónatan sem var þá sofandi í annarri röð. Ókei, það er satt að nemendur eiga hvorki að nota sögutíma né aðra tíma í svefn, en að láta það bitna á mér að Jónatan sé sofandi er algerlega út í hött!!! Ég var nú orðin nógu stressuð fyrir og allmikið farin að skjálfa í hnjáliðunum á meðan lestrinum stóð, en sú staðreynd að Helgi gargaði og truflaði mig á meðan ég var í miðri setningu gerði mig þúsund sinnum stressaðri!!! Svo byrjar einhver önnur stelpa úr hópnum okkar að lesa sinn texta... Gargar þá Helgi ekki aftur vegna þess að einhver nemandi kom soldið mikið seint í tíma, og bað um að fá að setjast bara niður í staðinn fyrir að bíða úti á gangi. Hann gargaði aftur á einhvern á meðan við vorum, sakleysislega, að reyna að halda dampi á meðan fyrirlestrinum stóð, en ég man ómögulega hver ástæðan var!! Ætli hún hafi ekki verið jafn lítilvæg og hinar tvær.. Já og svo kenndi hann okkur um að við vorum seinar að byrja fyrirlesturinn. Ástæðan fyrir seinaganginum var í rauninni sú að strákarnir, sem voru á undan okkur í þessum tíma að halda fyrirlestur, voru svo vitlausir að logga sig út en þeyfðu okkur ekki að nota bara heimasvæðið þeirra til þess að sýna Power-point showið!!! Því tók það okkur smá tíma að logga okkur inn aftur!!!

Nú spyr ég einfaldlega: Hvað er AÐ svona fólki???

6 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Hehe helgi er léttur, þetta með jonna samt er eitthvað sem gæti gerst i alvöru og gott að vera undirbuin fyrir það ekki satt! Já reyndar sammála, veit ekki alveg af hverju Inga var að koma inn, helt kannski að það væri meira eftir af timanum, en helgi hefði alveg mátt sleppa því að tala þá já. Já og ég afsaka það ég loggaði mig út, var ekki alveg að hugsa þegar ég gerði það :)
Samt þetta tafði ykkur nu bara um 2 min ;) Ef ég hefði átt að giska á lengd fyrirlestur myndi ég segja rétt yfir 20 min. Kannski 22 eða 23. Efast um að hann fari að draga ykkur eitthvað niður fyrir það kallinn! Hann fær bara eitthvað útúr því að vera leiðinlegur. Afsaka ræðuna annars.

8:09 PM  
Anonymous Anonymous segir:

awww og lét svo allt bitna á ykkur!!

2:07 AM  
Anonymous Anonymous segir:

haha það er ekkert mál haha...
Æ mér fannst Helgi samt ekki taka rétt á þeim vandamálum sem komu upp á meðan við vorum að flytja fyrirlesturinn.... Finnst hann stundum þykja aðeins of gaman að hlusta á sína eigin rödd... Sérstaklega þegar hann er að garga..

1:55 PM  
Anonymous Anonymous segir:

sorrý að ég lét ykkur koma illa út í blogginu... Ég var bara svo reið... Reyndar held ég að ég hafi gert þetta einhverntíma líka(að logga út af heimasvæði sem ég átti ekki að logga út af)... svo ég hef í rauninni ekkert með þetta að segja.. hehe allavega sorrí

mér finnst helgi vera fífl.. og dóni

1:58 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ég hef bara sjaldan kynnst jafn dónalegum manni og Helga. hann er greinilega eitthvað fáránlega bitur út í lífið!

6:10 PM  
Anonymous Anonymous segir:

jamms en það er EKKI mitt mál.... hann getur bara verið bitur í sínum eigin frístundum...

11:12 PM  

Post a Comment

<< Home