Tuesday, October 03, 2006

Smá innsýn í listaverk

Hvað er að frétta af mér þessa vikuna??? Ég skal nú bara segja ykkur það... Ég var í prófi í dag í jarðfræði og gekk bara nokkuð vel...Spái 7..
Fórum við listaspírurnar í myndlistavali eftir skóla kl 15:00 á tvö listasöfn, annað var listasafn ASÍ við Freyjugötu rétt hjá Hallgrómskirkju, þar sem við sáum mjög merkileg verk þ.á.m. stöpla með strokleðri á... Strokleðrin, sagði listamaðurinn, að væru tákn fyrir eina mynd í einu þar sem hún notaði alltaf eitt strokleður fyrir ákveðna teikningu og geymdi svo. Allt í allt voru þetta 14 stöplar með strokleðri á og var það elsta 8 ára gamalt. Ekki amalegt það.. En já, hitt listasafnið var með sýningu á verkum Hildar Bjarnadóttur, sú sem vann sjónlistarverðlaunin, og voru þar þrjár syrpur af femínskum, nostalgískum, gamaldags verkum. Var sú fyrsta s.s. einskonar vefnaðarverk úr hör(sem notaður er í fínni málningastriga) og vafði hún einskonar borðdúka, þessa með köflótta mynstrinu, og strekkti yfir ramma... Svo var önnur syrpa s.s. gylltir rammar með litlum smásögum. Þessar smásögur voru eins konar gullkorn úr lífi áttræðrar konu, sem hafði verið góð vinkona móður hennar, og hafði hver saga sinn boðskap. Þó voru sögurnar sjálfar ekki aðalatriðið. Síðasta syrpan og jafnframt sú þriðja voru þrjár postulínsstyttur af tveim ömmum hennar og einni systur ömmu hennar. Allar höfðu þær einhvern hlut sem einkenndi líf þeirra á einkvern hátt. Þetta átti ða tákna svona einhverskonar "lágmeningu" þar sem postulínsstyttur eru oft taldar vera fjöldaframleiddar í Taiwan... á báðum söfnunum töluðu listamennirnir sjálfir við okkur og fengum við að veita hver alvöru túlkunin var á bak við verkið!!! Því miður man ég ekki hvað listakonan á fyrra safninu hét... Allavega ekki í augnablikinu.

4 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

úff, þessi sýning hljómaði nú ekkert spes :p
Þetta gamla er flottara!!!

10:19 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

haha strokleður og postulín..
en já hljómar sem að þetta hafi verið mjög menningarlegur dagur hjá þér

10:36 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Það er rosa stuð að heyra frá listamönnunum sjálfum og spyrja spurninga... það er gaman að spjalla... hehe:) Svo fattaði ég þegar ég kom heim um hálf sjö að ég hafði ekkert pissað síðan eftir hádegishlé!!!

12:11 AM  
Anonymous Anonymous segir:

hahahaha!!!!

4:12 PM  

Post a Comment

<< Home