Friday, October 13, 2006

Árleg hátíð

Árshátíð skólafélagsins var haldin í gær með pompi og pragt... Þemað var seinni heimsstyrjöldin og var þetta bara nokkuð flott þema, þó sumir í skreytinganefndinni hafi misst sig aðeins í stríðsádeilunni... Fyrirpartíið í okkar bekk var að sjálfsögðu "ðe pleis to be"!!! Á ballinu var Magni að þenja raddböndin og einhverjir teknórassalingar að þeyta skífunum, sem betur fer í öðrum herbergjum... Svo maður komi með smá uppástungu fyrir fólk sem er að drekka... Hættið að þykjast vera drukknari en þið eruð, það er bara asnalegt og maður sér samstundis í gegnum það!!
Eina leiðin til þess að skemmta sér vel er sú að vera í góðra vina hópi og kunna að hlægja, það þarf ekkert endilega áfengi!!! hehe... Margir sem eru ósammála mér í þessu, en þetta er satt!!!
Málið er að fara eftir fyrirpartíið og fá sér ís í skeifuísbúðinni, koma svo öll út í súkkulaði á ballið í góðum fíling og dansa af sér kalóríurnar!!!!! Held nú að þetta sé orðin fastmótuð hefð hjá okkur píunum enda var það ekki amalegt að komast í smá orku til þess að halda út ballið!!! hehe.. :)

5 Comments:

Blogger Lati Strumpur segir:

hahahaha
ég er svo sammála þér! :)

með fyllibytturnar-wannabe og
ísinn sem orku-gefa :D

Magni var frábær :)
hefði þó mátt sleppa íslensku lögunum og taka fleiri góð lög

1:56 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

meinti orku-gjafi... en þið vitið hvað ég meinti :Ð

1:58 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Jóhanna :) þú verður að skella myndunum þínum á netið einhversstaðar...ég man ekki leyniorðið á bekkjaralbúmið.

En takk fyrir frábært kvöld..þetta var obbolega gaman.

Kv. Hildur

4:12 PM  
Anonymous Anonymous segir:

það var ekkert.. hehe:)

9:00 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ú já, gerum ísbúðarferð að hefð ;) og já Magni hefði alveg mátt taka fleiri cover-lög þar sem ég er ekkert mikið að fíla þessi íslensku popplög!!! Annars bara súper-dúper kvöld!

10:25 PM  

Post a Comment

<< Home