Wednesday, October 18, 2006

Svipting á e-u=frelsi?

Fallegi stílhreini gemsinn minn er búinn að vera týndur í nokkra daga, þ.e. falinn vandlega af yfirvöldum undir framsætinu í burranum, og því hef ég verið svipt rafrænum samskiptum við umheiminn í smá tíma, ef undanskilinn er vefheimurinn og heimasíminn. Það er svo skrítið að þegar gsm-síminn týnist svona skyndilega þá verður heimurinn svo einfaldur og þægilegur, það er t.d. ekki hægt að ná í mann í strætó, það fannst mér langyndislegast- að síminn byrjaði ekki að hringja, með sinni skellu og pirrandi hringingu í strætó. Sérstaklega finnst mér þetta vandræðalegt þar sem ég er með ákaflega hallærislega hringingu á símanum mínum.... Gæti svo sum farið út í breytingar en er viss um að ég myndi ekki þekkja nýju hringinguna er hún myndi hljóma, svo þetta yrði bara enn pínlegra, þar sem ég myndi ganga um eða sitja í strætó, pælandi í því hver í fjandanum þetta væri sem nennti ekki að svara í símann, komandi svo að því seinna að þetta var í rauninni ég!!! En já... mamma fann svo símann þar sem hann faldi sig undir sætinu á Opelnum, ég hafði misst hann úr töskunni minni á laugardaginn þegar við fórum í IKEA....

Þannig má segja að mér hafi hlotnast smá frelsi þegar síminn týndist, eða hvað? Getur svipting á einhverju jafngilt frelsi? Kannski svipting á böndum... Er gemsinn þá bönd? Er ég allt of heimsspekileg?

6 Comments:

Blogger Lati Strumpur segir:

This comment has been removed by a blog administrator.

6:39 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

This comment has been removed by a blog administrator.

6:42 PM  
Anonymous Anonymous segir:

en sko, það er alltaf hægt að hafa símann á silent á opinberum stöðum ;) Það gæti verið afar gagnlegt að geta náð í þig hahaha!

Síminn er sem sagt ekki í boltalandi hehehe ;)

8:08 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

(ohh gerði tvö komment eins og strokaði óvart bæði út! sorrý!)

10:28 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Sillý.... en nei, ég týndi símanum sem betur fer ekki í boltalandi, þrátt fyrir ærslafullan leik minn þar í bæ... haha

11:03 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hahaha ;)

5:58 PM  

Post a Comment

<< Home