Monday, October 16, 2006

Squiiing

Það er nú svo skrítið með hana mig, að eins og þið vitið, þá er ég alltaf kölluð mínu fyrra eiginnafni: Jóhanna, nema af einhverjum aula-gemsum sem kalla mig Jóhönnu Maríu!!! Svo þegar ég skrifa nafnið mitt, t.d. á greiðslukvittanir eða ef ég er að merkja eitthvað blað, þá finnst mér ég alltaf þurfa að hafa Maríu-nafnið með, það finnst mér ákaflega undarlegt... Er þetta líka svona með ykkur?

En já, ég er rosa ánægð með klippinguna mína, finnst þó pirrandi þegar fólki segir:"Flott klipping! Þetta er svona Victoríu Beckham klipping".... "Nei" segi ég bara, ég VIL EKKI líkjast Victoríu Bekcham!!! Þetta er mín eigin klipping og ég var sko EKKI að reyna að líkjast Posh-inu!!! Mér til málsbóta þá vissi ég ekki að Vikkí pikkí var með samskonar klippingu, en hún verður víst að láta sig hafa það að vera með svipaða klippingu og ég, blessunin! Ég ætla sko ekki að láta undan fyrir einhverju spæseríi!!! Ónei! Það er hennar mál ef hún er með samskonar "kött" og ég og verður hún bara að láta undan sjálf ef hún er eitthvað sár eða hefur eitthvað á móti mér!

Æji, þetta frönskuverkefni fer að verða dálítið þungt, allaveganna þegar ég er með það á bakinu! Ætti að vera búin að skila þessu fyrir löngu... Ég bara nenni ekki að gera umsögn um leiðinlega og tilgangslausa mynd(s.s. um fótboltaleik þar sem myndavélum er snúið að Zinedine Zidane), sérstaklega þar sem ég þarf að útskýra af hverju mér þótti hún vera tilgangslaus!!! Hvernig er hægt að útskýra að eitthvað sér tilgangslaust? Hlutir eru tilgangslausir vegna þess að þeir þjóna engum tilgangi og því er erfitt að finna eitthvað um hlutinn(myndin, í þessu tilfelli) sem gerir hann tilgangslausan!!!

6 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

haha, jú kannast við það, nema stundum!!!
Annars finnst mér þú ekki vera með eins klippingu og poshið!!! Þú klikkaðir á því að kaupa þér bol með Viktoríu-áletrun í Törkí!! :o

8:26 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Hey dööö ég kalla þig yfirleitt alltaf Jóhönnu Maríu :o)enda er það nafnið þitt.
Ég mæli sérstaklega með því að allir fari að kalla þig Jóhönnu Maríu hehe

8:11 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Já enda ert þú aula-gemsi hehehe....

9:11 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

María er kúl nafn
-ekki gleyma því!

ég er ekki alveg fatta með Victoríu og klippinguna...ekki sammála

var líka nokkuð mikið talað í þessari mynd?

9:28 PM  
Anonymous Anonymous segir:

nei það var enginn orðaforði, bara hey iog le carré verte, það var það eina sem var sagt!!!

5:15 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

:P

10:25 PM  

Post a Comment

<< Home