Grísk goðafræði.
Ég ætla rétt að vona að þið munið eftir sögunni um hégómafulla drenginn Narcissus og dísina Echo sem okkur var sögð í sögu í 3. bekk. Hér kem ég með aðeins öðruvísi útgáfu.
Sagt er að sjálfselski drengurinn, Narcissus, hafi fyrirlitið þá karlmenn sem báðu hans og því hafi guðirnir lagt á hann bölvun þannig að hann yrði ástfanginn af fyrsta manninum sem hann sæi. Þegar hann var svo að ganga um garð Echoar sá hann tjörn Echoar og sá sína eigin spegilmynd í vatninu. Þá varð hann ástfanginn af spegilmyndinni, var þar dag og nótt og vék ekki frá þessum yndislega manni sem þarna sást í vatninu. Einn daginn kom Echo að hitta hann og þá kallaði hann "Alas, Alas", eða "loksins, loksins", og hún svaraði honum á sama hátt. Hljóðlega féll hann niður og dó. Dísirnar hörmuðu dauðsfall hans og settu upp bálköst þar sem átti að brenna líkamsleifar hans. Það eina sem varð eftir í stað bálkastarins sem var uppbrunninn var lítið blóm með hvít krónublöð og fjólubláa miðju og því var blómið nefnit eftir honum, Narcissus.
Til þess að sjá meira um Narcissus og blómið og allt sem því tengist er ykkur hér bent á þennan link.
Sagt er að sjálfselski drengurinn, Narcissus, hafi fyrirlitið þá karlmenn sem báðu hans og því hafi guðirnir lagt á hann bölvun þannig að hann yrði ástfanginn af fyrsta manninum sem hann sæi. Þegar hann var svo að ganga um garð Echoar sá hann tjörn Echoar og sá sína eigin spegilmynd í vatninu. Þá varð hann ástfanginn af spegilmyndinni, var þar dag og nótt og vék ekki frá þessum yndislega manni sem þarna sást í vatninu. Einn daginn kom Echo að hitta hann og þá kallaði hann "Alas, Alas", eða "loksins, loksins", og hún svaraði honum á sama hátt. Hljóðlega féll hann niður og dó. Dísirnar hörmuðu dauðsfall hans og settu upp bálköst þar sem átti að brenna líkamsleifar hans. Það eina sem varð eftir í stað bálkastarins sem var uppbrunninn var lítið blóm með hvít krónublöð og fjólubláa miðju og því var blómið nefnit eftir honum, Narcissus.
Til þess að sjá meira um Narcissus og blómið og allt sem því tengist er ykkur hér bent á þennan link.
3 Comments:
moahaha ég mundi eftir þessu ;)
Gott... haha
flott myndin í ,,hausnum" á blogginu þínu!
Post a Comment
<< Home