Thursday, November 09, 2006

Jåhå...

Það er víst búið að breyta dagsetningunni á jólatónleikum MR-kórsins. Þeir verða ekki þann 20. des. heldur annaðhvort 21. eða 22. desember.

Dálítið dularfullt er á seiði
í gluggakistunni minni.
Þar situr gúmmífroskur,
svartur og rauður, með gapandi gin.
Við hlið hans liggja tvær, dauðar flugur
á bakinu.

Það er víst orðið svo alvarlegt ástand á frönskubekknum að einungis tveir nemendur úr sjötta bekk ætla að láta sjá sig í París í páskafríinu! Ég og Tinna!!! Erum við að reyna að laga þetta ástand með því að fá því fram að a.m.k. einn, mjög áhugasamur, þýsku-og rússneskutalandi gestur fái að sleppa í gegnum hinar alfrönsku varnir kennaranna!

7 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hahaha vel orðað og tala bæði reiprennandi hahaha!

10:01 AM  
Anonymous Anonymous segir:

akkurat!!!

7:44 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

awwww
lentu flugurnar á vitlausum stað..
og já ég er rosa klár að hafa fattað það
múhaha

11:43 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

eða ekki

11:43 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hmmm... ég er enn að reyna að fatta hvað þú meinar með að flugurnar lentu á vitlausim stað!!! hehe

2:20 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

þe. ekki í gapandi ginið á honum....

8:09 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

kaldhæðni.is

8:09 PM  

Post a Comment

<< Home