Tuesday, October 31, 2006

.

Já það er staðfest, mamma og pabbi ætla að senda mig til Parísar með frönskuhópnum í vor. Einnig er ég að fara þann 26. desember til Danmerkur að hitta Svönsu, Halla og Rakel Köru og svo líka litla barnið sem verður þá nýfætt. Ég er farin að hlakka nett til, en á tilhlökkunina skyggja jólaprófin. Ég er búin í prófunum þann 13. desember og því hef ég nægan tíma til þess að kaupa jólagjafir og svoleiðis. Jólin eru alveg að fara að koma!!!

Ég er ánægð með dagsverkið, mér tókst að skilgreina hugtakið teikningu, en þetta var einmitt verkefni sem við eigum að skila á morgun í myndlist. Þetta fjandans verkefni er búið að hanga yfir hausnum mínum eins og hrægammur alla vikuna og hef ég haft áhyggjur af því að geta ekki skilgreint þetta hugtak!!!!

Égt hef það stundum á tilfinningunni að myndlistakennarinn sé markvisst að reyna að steypa okkur öllum í sama form.... Kassalaga form....

5 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hahaha ertu þá box? [afsaka lélegan húmor]

Það verður fínt að vera búinn svona snemma í prófunum, nema maður þurfi að fara í sjúkrapróf.

5:38 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

hey leyfðu okkur að lesa skilgreininguna þína á teikningu hehe :)

þú ert svo heppin! ég væri svo til í að fara til útlanda um jólin!

8:04 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Ég efast að þið mynduð endast út það að lesa þetta kjaftæði sem upp úr mér hraut!! en ég kem með þetta á morgun og leyfi ykkur að lesa, get svo sum prentað út annað eintak hahahaha það er svo gaman að láta fólk lesa leiðinlega texta... Ef ég verð einhvern tíma kennari ætla ég ávallt að láta nemendu mína lesa leiðinlegustu bækurnar sem mér stendur til boða!!! hahahahaha, moahahaha

10:39 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

hahaha

10:43 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Ef ykkur langar til að lesa ljóðin mín þá eru þau í kompunni(gömlu síðunni minni). Það eru komin nokkur ný ljóð...

4:15 PM  

Post a Comment

<< Home