Sunday, November 05, 2006

Partýanímal

Helvítis stærðfræðipróf á morgun, óteljandi reglur og sannanir sem enginn möguleiki er á að skilja! Ég hata líka skilgreiningar....

Á föstudaginn mætti ég í kórpartý sem Helgi litli hélt... Geðveikt stuð og þvílík skemmtun... Það byrjaði samt allt of rólega, þegar við Þórkalta og Jóna(stelpur í kórnum) mættum á svæðið sat allt liðið í sófanum eða stóð í eldhúspartýi og spjallaði... Í PARTÝI!!! Þetta er enginn helv. Kiwanis fundur skal ég segja ykkur!!!

Við stúlkurnar reyndum að blanda okkur í hópinn og gerðum nokkrar tilraunir til þess að spjalla við fólkið, en það endaði alltaf með því að fólkið hvarf og myndaði spjallhóp einhversstaðar annarsstaðar, svo við gáfumst upp og fórum að dansa.... Eftir smá stund voru allir orðnir leiðir á fundahaldinu og fóru líka að dansa!! Loksins.... Þetta stóð fram til kl. hálftvö, en þá voru margir farnir heim að sofa... Um tvöleitið fórum við stúlkukindurnar að drattast heim og sátu þá enn nokkrir eftir í sófanum, og var aftur komið spjall-time... Þetta var fínasta partý og vona ég að fleiri af nesinu taki af skarið og haldi kórpartý í bráð.

Takk fyrir mig, haldið áfram að lesa.. hehe

1 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hehe, jóa partýanímal!!!

7:59 PM  

Post a Comment

<< Home