Wednesday, December 20, 2006

krapp

hæhæ, loksins blogga ég... Prófin eru búin og ég er búin að vera að vinna eins og hundur. Ég mætti á þriggja klst æfingu hjá kórnum í gær í Háteigskirkju þar sem við vorum að æfa fyrir tónleikana sem eru í kvöld kl 8. Endilega mætið og hlustið á englaraddir syngja ykkur í móðu... Þetta er ókeypis svo endilega mætið!
Ég var að fá mér svona Myspace dót, og þetta er bara nokkuð sniðugt... Endilega tékkið á þessu hér...
Ég er að fara að sækja einkunnirnar á eftir og kvíði nett fyrir, enda var ég ekkert að standa mig neitt of vel, maður vill ekki vera að láta alla hina líða illa yfir því hversu illa þeim gekk með því að vera eitthvað að ganga vel.... Æji, þetta er búið og gert, ég hef tækifæri til þess að bæta mig í vor.. Þá er bara að nýta þetta tækifæri.
Sjáumst, mér dettur ekkert sniðugt í hug að skrifa svo að ég er hætt..

4 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

til hamingju með að hafa staðið þig vel á prófunum :)

12:59 AM  
Blogger Lati Strumpur segir:

vá, þessi myspace síða hafði alveg farið framhjá mér! en hún er bara töff, kann samt ekkert á svona

1:58 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Hvernig gekk á prófunum?
Ég ætlaði að koma á tónleikana en var í bústað - kom seint í bæinn.. Þú verður bara að syngja fyrir mig seinna!
Sjáumst í skulen!

12:41 AM  
Anonymous Anonymous segir:

haha já ég tek bara einsöng fyrir þig einhverntíma, og þig líka eva!!! hahha

Sjáumst í skólanum Hulda og geðileg jól, gott og farsælt komandi ár! :)

1:22 AM  

Post a Comment

<< Home