Bördí
Vá hvað ég var eitthvað dugleg í gær við alla aðra hluti en stærðfræðina. Mamma hélt smáköku boð um 2-3 leitið en fyrir þann tíma hafði ég eiginlega ekkert lært. Ekki nýtti ég mér tímann í smákökuboðinu til lærdóms þar sem litlu frænkurnar mínar voru að horfa á Fuglastríðið, og maður má svo sannarlega ekki missa af þeirri klassík. Svo þegar gestirnir voru búinir að "drattast" burt fórum við á kvöldtónleika í Hallgímskirkju að hlusta á Mótettukór syngja allskyns jólalög. Svo fórum við heim og þá loksins hafði ég einhvern tíma til þess að læra, en ákvað þess í stað að búa til jólakort, ekki má maður reita listadísina til reiði...
Mér gekk samt sem áður bara þokkanlega í þessu stærðfræðiprófi, ótrúlegt en satt, og var því búin að klára minn skammt af stærðfræði tuttugu mínútum áður en próftíminn var uppurinn. Þá nýtti ég mér aukatímann vel og skaust á Kaffitár, sníkti mér út frían, stóran Macchiato og beyglu á afslætti og náði svo strætó til heimferðar. Mmmm beyglan bragðaðist vel og kaffið líka. Ekki leifði ég neinu, enda er "synd og skömm að leyfa svona góðum mat, Nammsílíbaba".
Mér gekk samt sem áður bara þokkanlega í þessu stærðfræðiprófi, ótrúlegt en satt, og var því búin að klára minn skammt af stærðfræði tuttugu mínútum áður en próftíminn var uppurinn. Þá nýtti ég mér aukatímann vel og skaust á Kaffitár, sníkti mér út frían, stóran Macchiato og beyglu á afslætti og náði svo strætó til heimferðar. Mmmm beyglan bragðaðist vel og kaffið líka. Ekki leifði ég neinu, enda er "synd og skömm að leyfa svona góðum mat, Nammsílíbaba".
5 Comments:
prófleiði.is
:Þ
það er meira að segja gaman að laga til í staðinn fyrir að lesa undir próf!
haha jám... Eða svona næstum því...
hehe dugleg stelpa :)
Hah! Nú þarftu ekki að vera dugleg í svona hálfan mánuð! Nú máttu slæpast að vild!
Nema þú kannski púlir í vinnu í "fríinu"... Eins og alltof margir gera..
Hmmm...
Ég vona að þér hafi gangið vel í prófunum, eru ekki bara jólatónleikarnir næst á dagskrá?
Ég er að vinna á fullu í jólafríinu:( ég á frí á mánudagin og svo á miðvikudaginn(jólatónleikarnir) og svo bara vinna aftur... hjálpi mér! Svo er ég að vinna á Þorláksmessu. Frí á aðfangadag og svo er jóladagur og svo fer ég bar til Odense þann 26. des að sjá "za litel bebe"... jeeee...
Allir endilega að koma á jólatónleikana á miðvikudaginn, í Háteigskirkju... Þar verð ég, ásamt litla MR-kórnum að syngja jólalög... :) Ég segi seinna klukkan hvað þeir verða...
Post a Comment
<< Home