Saturday, January 06, 2007

Litla viðkvæma Jósa :'(

Hjálpi mér, er heimurinn að farast?

Það kom alveg snælduvitlaus maður á Kaffitár í dag... Hann svoleiðis öskraði og gargaði eins og bavíani, eitthvað í sambandi við kaffi sem hann fékk ekki eða eitthvað... Ok, ég skil að það er pirrandi að lenda í því að stafrsmaður geri mistök og gleymir kannski að búa til kaffið þitt, þú ert kannski búin/nn að bíða í hálftíma eftir kaffi sem kemur ekki, en allir eru mannlegir, meira að segja starfsmenn Kaffitárs... Einnig var Laugardagur, og traffíkin eftir því... Auðvitað er eðlilegt að kannski æsa sig smá á einhverju svona, en að garga eins og vitlaus maður, og að skamma starfsfólkið, á meðan það er að reyna að róa þig niður, og segja þ´vi síðan að þegja, það er algerlega óásættanlegt... Vúps, ég missti út úr mér:"Þeigiði bara sjálfur", þegar maðurinn sagði Haffa, samstarfsmanni mínum, að þegja, þegar hann bað hann um að róa sig. hinir litu á mig og hugsuðu öll það sama,:"ónei, hvað var hún að missa út úr sér?". Heyrðu, maðurinn kastaði að okkur einhverjum kaffibolla og mölbraut hann!!! Fór svo í öryggisverðina og gargaði á þá og sagði að við hefðum sagt honum að þegja!!!!! Öryggisverðirnir komu að afgreiðsluborðinu og Haffi útskýrði hvað hefði gerst og öryggisverðirnir teymdu manninn út úr kringlunni. Ég skalf öll og hristis, kláraði svo að afgreiða manneksjuna sem ég var að afgreiða áður en karlinn mætti, og hljóp inn í kompu.... Þar missti ég mig alveg, og fór að gráta. Ég meina það, Sjitt hvað ég var hrædd, ég vissi ekki hvað myndi gerast! Hvort maðurinn kæmi aftur að lemja mig eða eitthvað...

Hvað er að fólki???????

7 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

ææææ :( Sumt fólk er bara fífl!! Hann átti auðvitað ekkert að vera svona dónalegur, gott að einhver sagði honum að þegja!!! :) [thumbs up]

3:12 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Takk... haha

7:17 PM  
Anonymous Anonymous segir:

oj, get ímyndað mér hvernig þér leið!
það er til svo mikið af rugluðu fólki!

2:15 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Vó! þetta hefði getað endað illa. Vá! þá værirðu kannski á spítala núna, en ekki að lesa þetta komment. Heimurinn er undarlegur.

4:38 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Okei ég skal ekki lesa þetta komment....(sagt með málmkenndri, nefmæltri vélmennarödd)"komment erased from mind"...

6:36 PM  
Anonymous Anonymous segir:

vá... Kærðuð þið hann! Hann ætti það skilið! Vá.... Af hverju notaðirðu ekki tilfinningaregnhlífina? Hún ver þig gegn öllu svona rugli! En já, það er regla í minni vinnu að um leið og e-r byrjar að ráðast á þig persónulega þá máttu alveg svara fullum hálsi til baka! Þannig að ég sé ekkert rangt við það sem þú sagðir!

10:18 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hahaha tilfinningaregnhlíf...

mér var líka sagt daginn eftir að það hefði í rauninni ekki verið neitt rangt við það sem ég sagði og að í rauninni mætti túlka hegðun mannsins sem líkamsárás, þar sem hann kastaði bollum í áttina að okkur!!!

10:58 PM  

Post a Comment

<< Home