Thursday, February 22, 2007

Eyðing

Sigur er í vændum
Fóstbræður og frændur
Bræður og bændur
Mér er kraftur sendur
Til að sigra vor fjendur
Mig vantar hjálparhendur

Þetta er slæmt fólk og ég mun, með ykkar hjálp, frelsa heila þjóð.

Blóði drifnar myndir á forsíðu moggans
af limlestu fólki,
ráfandi um götuna
í eyðilegðri borg

Við höfum sigrað
Fóstbræður og frændur
Bræður og bændur.

Við höfum frelsað.

1 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

vá, þetta er virkilega flott!! :o)

9:08 PM  

Post a Comment

<< Home