Friday, April 20, 2007

Amen

Sundfuglinn flýtur ofan á vatninu, kristaltæru vatninu. Hann stingur höfðinu í kaf og sér til botns. Langt fyrir neðan hann synda litlir botnfiskar. Fuglinn stingur sér djúpt á kaf niður í ískalt, tært vatnið. Fjaðrirnar einangra líkamshitann. Sundfuglinn syndir dýpra og dýpra og dýpra.
Fiskarnir stækka eftir því sem fuglinn nálgast þá. Fjarlægðin gera fjöllin blá og fiskana smáa. Fyrr en varir er fiskurinn orðinn svo stór að sundfuglinum er hætt að lítast á blikuna. Hann ákveður að snúa við. Þá finnur hann að hann getur það ekki þar sem eitthvað togar hann í áttina að fiskinum, einhverskonar sog. Fuglinn horfir nú upp í opið, hvasstennt ginið á fiskinum og fer með bænirnar sínar: "Að eilífu....."

5 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

amen

5:24 PM  
Anonymous Anonymous segir:

og hallelúja

5:26 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehe hoho oh ég nenni ekki að læra haha

12:43 PM  
Anonymous Anonymous segir:

nei :(

1:21 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ekki ég heldur vúhú

10:22 PM  

Post a Comment

<< Home