Wednesday, April 04, 2007

París annar hluti

Fyrsti dagurinn fór í að skoða París með hópnum og í fararbroddi var Eydís frönskukennari og rak Sigurbjörg lestina. skoðuðum við marga merka hluti. við átum á veitingastaðnum Flunch sem er nokkurskonar hlaðborð með vondum frönskum mat...Svo sáum við m.a. nokkra grínteiknara(sem tókst að plata út peninga frá 50% hópsins) og utan á Pompidou safnið. Þetta er víst nýlistastefnu listasafn og það sést líka utan á því. Við Tinna gerðumst hins vegar ekki svo frægar að fara þangað inn en það hefði líklega verið skrautleg sjón. Ég man eiginlega ekki mikið meira hvað var gert á hvaða degi því við gerðum svo margt þannig að eftir þetta fáið þið að lesa um hluti sem við gerðum en ekki í réttri tímaröð.
Fórum við þá öll saman að skoða Notre dame og fórum í síðdegis messu. Mér leið eins og ég væri voðalega mikið fyrir og því kom ég mér sem fyrst út. Svo skóðuðum við Lúxemborgagarðinn en það sem mér þykur fyndnast af öllu er að í öllum almenningsgörðum-eða mörgum, sérstaklega sem eru fyrir framan merka staði-, er bannað að ganga á grasinu-því er bannað að sitja á því-það er ekkert stemning í því að sitja á einhverjum stólu eða í tröððum. En já í garðinum voru litlir krúttlegir krakkar að leika sér með feðrum sínum að sigla litlum seglskútum á tjörninni-ótrúlega franskt eitthvað...

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

mmm hljómar vel ;)

11:23 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Velkomin heim! :)

11:48 PM  
Anonymous Anonymous segir:

takk:)

ÉG er búin að skrifa eitthvað smá meira blogg en get ekki publishað það vegna erfiðleika á blogspot=>það kemur á mæspeisinu eða á gamla blogginu-þ.e. maskínunni...

7:02 PM  

Post a Comment

<< Home