Friday, May 04, 2007

Spes

Gerum ráð fyrir að alheimurinn sé óendanlegur(veit ekki hvort það sé búið að sanna það eða hvort þetta sé bara kenning). Er þá allur alheimurinn miðja alheimsins? Þetta var ég sem sagt að hugsa rétt áður en ég sofnaði í nótt...
Það er alveg ótrúlegt og óþægilegt að í prófunum þá dreymi ég um að ég sé að læra, og ég segi allskonar setningar í draumnum sem gætu alveg staðist sem skilgreiningar á fyrirbærum eða sem söguleg atriði.... Allt sem ég segi er hins vegar bull og ég bý til allskonar nöfn og dót... t.d: "Páll Friðgeirsson fann árið 1968 steingerving á Tjörnesi. Steingervingurinn líktist bæði flugu og froski í senn og er haldið að þarna sé kominn týndi hlekkurinn milli sexfætlna og froskdýra."
Mig dreymdi um daginn að ég væri öll þakin í kattarhárum, þetta var einskonar feldur en samt ekki.
Seinustu nótt dreymdi mig að ég væri vinur hunangsflugu... er ég einmana???

2 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

HAHAHAHAHAHAHAHAHA


já ég hata andvökunætur...

8:13 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehehehe.... held að heilinn sé undir of miklu prófálagi.....

annars dreymdi mig erfðafræðipróf á rússnesku um daginn....gat ekki neitt!!!

10:15 PM  

Post a Comment

<< Home