Tuesday, May 15, 2007

1/2 Stærðfræði afstaðin

Ég þreytti stærðfræðipróf í morgun og uppsker vonandi 6-7 í einkunn, enda búin að sitja húkt yfir stærðfræðiplágunni miklu alla helgina... Nema kannski þegar ég fór með mömmu og Pabba að hitta vinafólk þeirra.. Eða þegar ég fór að sjá risessuna... Eða þegar ég fór með Mömmu og Helgu út að borða á Vegamótum... Eða þegar ég fór í afmælisveislu til Danna frænda.... Eða... Eða... Já, þrátt fyrir að hafa lært mikið um helgina þá tókst mér að gera margt merkilegt einnig. Kannski ef ég hefði gert minna merkilegt og lært meira hefði ég hugsanlega getað sáð fyrir meira en 6-7. En ég er hógvær að eðlisfari og býst nú ekki við hjá sjálfri mér að sökkva mér ofan í hinn djúpa og töluvert torskiljanlegan heim stærðfræðinnar enda ekki mikill áhugi fyrir hendi í því litla, krúttlega og listhneigða heilajukki sem ég ber þarna í hæstu hæðum, 1,70 metra yfir sjávarmáli, ef staðið er á ströndu.
Hryssuheilkennið er farið að gera vart við sig á ný en ég býst nú ekki við að það þurfð að hefja meðferð við því alveg strax, kannski eftir prófin.

4 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

ég nenni ekki að læra þessar sannanir... aftur!

haha hvað er málið með þetta hryssuheilkenni?

4:59 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hahahahaha skemmtilega orðað ;)

[íhíhíhíhíhí.....hrmpf]

7:38 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Meðferð við hryssuheilkenni er klipping... er þetta nógu gott hint?

12:18 AM  
Anonymous Anonymous segir:

ussssss suss sussss

12:16 PM  

Post a Comment

<< Home