Friday, June 08, 2007

Heilastærð er ofmetin

Hann horfði á apann í dýragarðinum og gretti sig:"djöfull er þetta kvikindi heimskt" sagði hann við kærustuna sem stóð þarna hjá honum. Hú leit á hann en sagði ekkert. Það sem hún hugsaði var:"djöfull ert ÞÚ heimskur". Þau gengu saman að sjoppunni og þar var strákur að selja kandýfloss. Hún glaðnaði öll til og spurði:"Hey Ernir, viltu kaupa handa mér Kandýfloss?". Hann leit á hana, horfði lengi, fyrst á hárið, svo andlitið, axlir, brjóst, mitti, mjaðmir, lærin, hné og tærnar. Svo sagði hann:"bíddu, varst þú ekki í megrun? Viltu ekki bara frekar sódavatn?". Hún varð leið innan í sér en sagði:"já, jú æj, það er laugardagur og mig langaði bara í eitthvað sætt, en þú hefut rétt fyrir þér, ég er farin að þyngjast". Kærastinn keypti handa henni sódavatn og þau gengu smá spöl, en þá heyrðu þau kall fyrir aftan. Þarna var strákurinn sem var að selja kandýfloss. Hann kom hlaupandi til þeirra og kallaði:"þú gleymdir þessu". Hann rétti stelpunni kandýflossið, brosti og gekk svo til baka. Stelpan fékk sér smá af kandýflossinu, sagði bless við kærastann og gekk inn í apabúrið, þar var allavega eitt kvikindi við viti.

2 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hvernig ætli börnin verði? ho..ho...

hehe töff saga, er ekki framhald??

6:24 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehehe
ég frameliði ekki framhaldssögur!!!

7:18 PM  

Post a Comment

<< Home