Wednesday, May 23, 2007

Enn eitt bloggið sem fjallar um prófraunir

Á morgun verður læridagurinn mikli, ég mun sökkva mér ofan í íslenskar bókmenntir nútímans og fyrri tíma og mun dvelja þar þangað til hungur skekur eða mér verður mál að pissa....
á morgun mun ég lesa: Sólarljóð, Lilju, Passísálmana, stöku ljóðin í Lyngfiskinum, ljóðin í heftinu, glósur um allt þetta og glósur um smásögurnar!!! Ekkert smá. Ég mun s.s. heyra í vekjaraklukkunni klukkan 10 á morgun og mun ekki hætta að læra þar til Despó byrjar:)
Eftir munnlega íslenskuprófið á föstudaginn ætla ég annaðhort að fara heim að sofa eða fara í bæinn að eyða peningum:)
Frá því á þriðjudaginn, þegar hið illa munnlega stærðfræðipróf átti sér stað, hef ég hugsað til hins arfavonda einstakling sem ákvað að það væri geðveikt sniðugt að láta nemendur þreyta munnleg próf... Ég skal viðurkenna að munnleg próf eru afsakanleg í tungumálafögum þar sem það er í raun ætlast til þess að þú getir komið út úr þér orðum og talað tungumálið, en stærðfræði!!! Það er óafsakanlegt að setja inn í stofu tvo alvörugefna kennara, annan sem á að vera prófdómari, helst einhver sem þú hefur aldrei séð, og svo kennara sem hefur kennt þér í kannski tvö ár-þess vegna er enn vandræðalegra að gera sig að fífli fyrir framan hann... Svo er settur inn langþreyttur og hyperstressaður nemandi, sem hefur beðið í 3-4 klukkutíma, vegna ófyrirsjáanlegra seinkana, inni í stofu fullri af öðrum nemendum í misannarlegu ástandi. Nemandinn fær u.þ.b. tuttugu mínútur inni í stofunni til þess að íhuga dæmi og sannanir á blaði sem hann hefur dregið á meðan annar sveittur og stressaður nemandi eipar einhverjum orðum út úr sér sem hljóma stærðfræðileg. Á meðan nemandinn íhugar prófblaðið sitt horfir hann á framtíð sína sem mun eiga sér stað eftir ca. 20 mínútur í einstaklingnum sem stendur fyrir framan kennarana og eipar.... Hvernig ætli hjartasjúklingur kópi???? Getur hann tekið þátt í þessum nasistatilraunum??? Já ég segi nasistatilraun þar sem þetta er ekkert öðruvísi en að setja einstakling í 0°C heitt vatn(eða jafnvel kaldara-þá þyrfti reyndar að létta á loftþrýstingi) og bíða þangað til hann drepst, bara til þess að sjá hvursu lengi hann getur staðist kuldann!!!
En já, bara svona til þess að láta ykkur vita þá gekk mér bara frekar vel í munnlegri stærðfræði þrátt fyrir óstöðvandi skjálfta og stam, ég var líka ótrúlega ánægð þegar ég gekk út úr prófstofunni, svona eins og eftir rússíbanaferð, nema það var ekk eins gaman á meðan yfir stóð!!! Ég HAAAATA munnlegt stærðfræðipróf(og snikkerskökuna á Kaffitári).

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hva segirðu gekk þér ekki aðeins betur en mér þegar kom að sönnunum og skilgreiningum?? ;)

3:21 AM  
Anonymous Anonymous segir:

mitt blogg um reynslu af munnl. stæ. væri þrefalt lengra.. bara leiðindi hehe

6:25 PM  
Anonymous Anonymous segir:

en jeij!!! Við erum búnar :D Til hamingju :)

7:54 PM  

Post a Comment

<< Home