Wednesday, June 06, 2007

Strætisvagnablogg

Þessi færsla hjá honum Ármanni er svo sönn. Það er alltaf verið að minnka þjónustu og auka gjaldið... Svo er þetta að sjálfsögðu rekið með okkar skattpeningum!!!!!!! Hneisa!
Í framhaldi langar mig að segja ykkur sögu af því þegar ég var að taka strætó í morgun í vinnuna. Það tekur mig um hálftíma(ef ég er heppin og næ sexunni á Lækjatorgi) eða 45 mínútur(ef fyrri strætóinn er einni mínútu of seinn) að komast upp í kringlu. Ég gekk út úr ellefunni rétt fyrir framan MR í morgun og sá að sexunni var lagt upp við strætóskýlið við Lækjatorg. Ég tók sprettinn og náði sexunni með naumindum og borgaði ca 280 kall(laumaði einum 20 centa evrupeningi með sem fimmtíukall) ofan í kassann. Þegar ég kom inn í strætó blasti við mér stór hópur af 8 ára krökkum út um allan strætó, ég hugsaði með mér að þetta yrði skemmtileg strætóferð, hækkaði í botn í dúdanum til þess að reyna að yfirgnæfa hávaðann frá krakkalingunum og sast fremst í strætó. Þremur strætóskýlum síðar stoppar strætó aftur og inn kemur annar, helmingi háværari hópur af átta ára krökkum inn í strætóinn. úff, og það var ekki hægt að hækka meira í dúdanum svo ég þurfti að þrýsta á eyrnatólin svo ég heyrði nokkuð af þessari gæðatónlist sem ég var með í eyrunum. Svo þegar átti að komast út úr strætó þrufti ég að troðast fram hjá gargandi krökkum. ég var komin með smá innilokunarkennd og leið hreint ekki vel!!! Er ekki hægt að redda rútu fyrir svona krakka í þessar fjandans vettvangsferðir????? Það getur ekki verið hagkvæmt að senda stóran hóp af krökkum í strætó með einn kennara sem hefur yfirsýn með hverjir týnast og hverjir ekki!!! Mér finnst að ríkið ætti að redda rútum fyrir vettvangsferðir, strætókerfið er ekki í stakk búið til þess að taka á móti svona mörgum í einu...

4 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hahaha ég sá fyrir mér svona prakkarasvip á þér að lauma evrunni með hahahahaha.

Já, ég þoli ekki leikskóla-/grunnskólakrakka í vettvangsferð! Kennararnir eiga að kenna þeim að ganga um með tillitssemi: þegja og ekki detta um allan strætó nema í neyð!... Dónaskapur er ríkjandi í íslensku samfélagi! Þetta var sko ekki svona í gamla daga! Hverju á maður að kenna um?? Eru unglingar svona ýktir út af klámvæðingunni? Eru krakkar bara frekir því þeir eru frekir? Eða vantar agann, eða eins og það er orðað í Guffagríni: "Guffi, þumalskrúfan." Upp með agann!!!

11:10 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hahahahaha þú ert þó skárri en gamla fólið sem lætur bílstjórann fá skiptimiða sem er runnin út og þykist ekki heyra þegar bílstjórinn geriri athugasemd... hehehehe

ekki gleyma því að við vorum öll einu sinni geðveikt pirrandi krakkar!!
hahaha... osfrv.

7:16 PM  
Anonymous Anonymous segir:

haha gamla fólkið..
en þau geta verið fól... ha...ha..

7:17 PM  
Anonymous Anonymous segir:

já ég veit alveg að ég var pirrandi þegar ég var krakki, en þegar kennarinn sagði mér að þegja þá hlýddi ég.... Kennararnir reyndu ekki einu sinni að biðja krakkana að hafa hljótt!!! Síðan er líka aðeins örðvísi þegar það eru kannski bara tvier pirrandi krakkar heldur en t.d. 20 manna hópur að gargandi krökkum!!! ég hélt að það væri ókeypis fyrir eldriborgara í strætó... Hvað veit ég svosum? Hvernig fannst þér ljóðið mitt á undan??? hehe

8:35 PM  

Post a Comment

<< Home