Wednesday, May 30, 2007

Bara gaman blogg

Á útskriftinni syngjum við s.s. Gádann, Tíminn líður trúðu mér, Skólasöng og Grafskrift... Af því að þegar maður er að útskrifast þá líður manni eins og maður sé að deyja!!!!

Spjallaði við skólastjórann í Myndlistarskóla Reykjavíkur og komst að því að þeir eru með eins árs nám sem er eins konar fronám fyrir listaháskóla. Ég er þá að fara að skila inn umsókninni minni á morgun þangað og svo á laugardagin mæti ég í inntökupróf sem verður frá kl 9-16 og þar mun ég sýna hæfileika mína:) Ég á að mæta með teikniblýanta og vatnsliti. Hef aldrei verið neitt sérstök í vatnslitum:( Þetta verður spennandi...

Ég keypti mér dásamlegan kjól í dag, og annan til:) Málið var sko að mamma ætlaði að kaupa handa mér svona frekar venjulegan bláan kjól fyrir útskriftina sem ég var orðin ástfangin af, en svo prófaði ég þennan prinsessukjól, hann er svona dimmrauður með rauðum rósum á, úr einskonar silki-efni... Fallegur:) Þá keypti mamma þann kjól og ég keypti mér sjálf bláa kjólinn, get verið í honum á morgun á einkunnasýningunni. Svo fórum við í accessories í kringlunni að skoða skartgripi, en ég fann enga sæta sem myndu passa við kjólinn svo ég splæsti einu veski handa mér, svona grátt úr gerfileðri með langri ól, og stjörnum:) Það er svoooo gaman að eiga nýtt dót.

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

kúl :)

hveeeer á afmæli á morgun? hmmmm :)



ps. ertu búin að ákveða hvenær þú ætlar að halda upp á afmælið þitt?

8:51 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ekki búin að ákveða hvunær. Skilyrði er að þú og Harpa komi og Rut:)

12:08 AM  
Anonymous Anonymous segir:

Til hamingju með afmælið og útskriftina. Ég skrifaði stutta kveðju til þín á blogginu mínu. Endilega kíktu á :O)
Knús Svansa

9:08 PM  

Post a Comment

<< Home