Tuesday, June 05, 2007

Maður og sól

Ávallt rís hún upp úr sæ
eygir mann á ströndu.
Skín á hann og segir hæ,
fær svar úr bandi þöndu.

maður:
“Hæ þú sól, mín sæta vin,
stóra, gula fagra.
Ei sé ég í opið gin
Andvarans hins magra”.

sól:
“Vindur fyrir vikinn er
vinu þinni góðu.
Kominn er í ískalt ker
og kalinn oní skjóðu”.

4 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

þetta er flott :) Haltu þessu til haga....hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér ;)

12:27 AM  
Anonymous Anonymous segir:

takk hehe

8:36 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ljóðstafir og allt maður!

mjög flott ljóð hjá þér! hvað varstu lengi að þessu?

ég hef sagt það áður og segi það enn: Þú ert talandi skáld!! :)

8:56 PM  
Anonymous Anonymous segir:

haha takk:) var ekkert svakalega lengi... ertu á msn? ertu kannski á appear offline?

8:59 PM  

Post a Comment

<< Home