Wednesday, June 13, 2007

Strætókríp nr 8???

Veistu, ég er orðin svo þreytt á þessum helvítis eilífu perrum á Lækatorgi að mér er nóg boðið... ég sat þarna í sakleysi mínu inni í strætóskýlinu og beið eftir strætó, hlustandi á dúdann minn. Kemur einhver fimmtugur áfengislyktandi maður og fer eitthvað að sphjalla við mig og spyrja mig allskonar spurninga. Hann var útlendingur og talaði frekar bjagaða íslensku sem gerði það að verkum að ég skildi yfirleitt ekki hvað hann var að segja og jánkaði bara öllu. svo sest hann hjá mér og fer að tala um dúdann minn og vildi fá að hlusta. Ég hélt nú ekki, ekki ætla ég að fá eyrnaskít úr ókunnugum manni á heyrnatólin mín!!! Ég reyndi að svara sem minnst og vera eins óviðkunnaleg og ég gat, en uppskar bara meira spjall, fjandinn hafi það!!! Svo endar hann á að segja:"líkami þinn er mjög snotur" og þá var mér sko NÓG boðið, gekk í burtu og sagði:"veistu, mig langar ekki að heyra þetta". Forðaði mér í burtu frá strætóskýlinu og stóð þarna hjá ruslatunnunni við bekkinn. Þar stóð ég í tíu mínútur og vonaði innilega að perrinn kæmi ekki til mín, sem hann gerði til allrar hamingju ekki. Loksins kom strætó og ég flýtti mér inn.
Ef ég væri strákur myndi ég ekki fá svona ógeðsleg komment, konur gera ekki svona nema þær séu virkilega út úr heiminum, sem þessi maður var ekki, þrátt fyrir áfengisfýluna!!! Af hverju býst fimmtugur perri við því að stelpa á aldur við mig hafi nokkurn áhuga á að kynnast sér???

4 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

ojjjjj alger perri

pipar-sprey er málið
hehehe

7:38 PM  
Anonymous Anonymous segir:

oj! Maður á ekki að tala við neinn á Lækjartorgi...það eru svo margir skrýtnir menn þar. Enn og aftur oj!

10:36 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Annars talaði ég við útlending á Lækjartorgi í dag sem vantaði hjálp við að skilja þetta strætókerfi...kemur kannski ekki á óvart þar sem það er frekar ruglingslegt...

8:16 PM  
Anonymous Anonymous segir:

mér finnst allt í lagi að spjalla við fólk, en þegar maður er búinn að fá nóg á að spjalla þá gefur maður frá sér svona merki, þ.e. grípur nokkrum sinnum í heyrnatólin og horfir á þau löngunaraugum, eða fer að skoða símann sinn, þá á fólk að skilja að maður nennir ekki að spjalla meira!!!!

10:13 PM  

Post a Comment

<< Home